Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Fjölbreytileiki fegurðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessar fyrirsætur eru að brjóta múra í bransanum.

Þegar talað er um óvenjulegar fyrirsætur þá er oft átt við stúlkur sem eru samt gríðarlega fallegar en á óhefðbundinn hátt – til dæmis með hátt enni, langt á milli augna, frekjuskarð, í yfirstærð og svo framvegis.
Til eru þó fyrirsætur sem virkilega stokka upp í norminu og sýna að fegurð á sér raunverulega fjölmargar birtingarmyndir. Þetta eru konur sem sáu aldrei fyrir sér feril sem fyrirsætur, einkum og sér í lagi vegna þess að þær áttu engar fyrirmyndir innan bransans. Engu að síður hafa þær blómstrað og eru fyrirmyndir komandi kynslóða.

Melanie Gaydos fæddist með sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur óeðlilegum vexti á vefjum húðar, tanna, nagla og smárra beina. Hún er einnig með alopeciu þannig að hún er alveg hárlaus. Hún hóf störf sem fyrirsæta eftir að kærastinn hennar, sem er ljósmyndari, hvatti hana til þess.

„Mér finnst gott að geta sýnt öðrum að það er fólk sem fæðist öðruvísi en það sjálft og jafnframt að það snýst ekki allt um það hvernig þú lítur út.“

 

 

Jillian Mercado sótti um fyrirsætustarfið í gríni og það kom henni mjög á óvart þegar hún fékk það. Hún hafði lengi verið viðriðin tískuheiminn sem bloggari. Hún hefur verið í hjólastól alla ævi vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Hún hefur unnið með stórum nöfnum á borð við Diesel og Carine Roitfeld.

„Ég lít á fyrirsætustörfin sem bæði heppni og blessun. Ég er bara sú sem ég er og það er mjög fallegt að heimurinn geti tekið mér sem slíkri.“

- Auglýsing -

Brunette Moffy er rangeyg. Það er ef til vill ekki alvarlegur kvilli og auðvelt er að leiðrétta hann með sterasprautum, skurðaðgerðum eða einfaldlega gleraugum. Moffy hefur hins vegar kosið að gera það ekki og fagnar óhefðbundnu útliti sínu og það virðast aðrir gera líka því hún hefur þegar setið fyrir á forsíðu tímaritsins Pop.

„Ég elska augun mín.“

- Auglýsing -

Diandra Forrest er bandarísk fyrirsæta af afrískum uppruna sem fæddist með albínisma, meðfæddan skort á litarefni í húð, hári og augum. Hún er fyrsta kvenfyrirsæta með þessi einkenni og er ánægð með að geta verið fyrirmynd annarra barna og unglinga með albínisma.

Aðalmynd, efst, er af Winnnie Harlow. Winnie þjáist af vitiligo-sjúkdómnum sem veldur því að algjörlega litlausir blettir myndast á húð. Hún var iðulega kölluð belja þegar hún var í barnaskóla og bekkjarsystkini hennar bauluðu á eftir henni. Hún vakti athygli þegar hún tók þátt í America‘s Next Top Model um árið. Þrátt fyrir að hafa aðeins lent í sjötta sæti í keppninni hófu hönnuðir og ljósmyndarar að hafa samband við hana og biðja um að hún sæti fyrir hjá sér.

„Ég byrjaði að elska sjálfa mig. Þá fóru tækifærin að hrannast inn og ég þakka guði fyrir hvert eitt og einasta.“

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -