Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Fjölbreytt umhverfi Nýja-Sjálands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Richter segir frá uppáhaldsstöðunum á Nýja-Sjálandi.

Íris Richter hefur búið á Nýja-Sjálandi síðan 2009, þar kynntist hún breskum eiginmanni sínum og þau eiga tvo syni.

Íris Richter hefur búið á Nýja-Sjálandi síðan 2009, þar kynntist hún breskum eiginmanni sínum og þau eiga tvo syni. Hún rekur þrjú fyrirtæki: er viðskiptaráðgjafi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, businesskitchen.co.nz, rekur lítið gistiheimili, lovetitirangi.com, og er athafnastjóri með leyfi til að gifta fólk, celebrant-iris.co.nz.

„Við búum í úthverfi Auckland þar sem er mjög mikil náttúrufegurð. Við erum hálftíma að keyra til Auckland, borgar í heimsklassa, og hálftíma í hina áttina að keyra á stað með dramatískum og gjörsamlega tómum ströndum. Við fjölskyldan njótum þess að fara í göngutúra um frumskógana hér í kring,“ segir Íris. „Mér finnst erfitt að velja milli staða hér til að segja frá því í hvert einasta skipti sem við förum í ferðalag lýsi ég því yfir að þetta sé fallegasti staður í heimi og ég þurfi ekki að sjá meira. Svo segi ég það sama í næsta ferðalagi.“

Pakiri-ströndin
Við fórum á þessa fallegu hvítu póstkortaströnd um síðustu helgi. Hún er aðeins í einnar og hálfrar stundar akstursfjarlægð fyrir norðan Auckland. Næsti bær við ströndina heitir Matakane og þar er æðislegur helgarmarkaður. Sætt þorp og flottir veitingastaðir.

„Mér finnst erfitt að velja milli staða hér til að segja frá því í hvert einasta skipti sem við förum í ferðalag lýsi ég því yfir að þetta sé fallegasti staður í heimi og ég þurfi ekki að sjá meira. Svo segi ég það sama í næsta ferðalagi.“

Karekare-ströndin
Þessi svarta strönd er aðeins í tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá heimili okkar og kvikmyndin The Piano var tekin þar. Mér finnst skemmtilegt að fara þangað í roki og rigningu sem gerir staðinn enn þá dramatískari, eins og í myndinni. Hæð liggur meðfram ströndinni sem hægt er að ganga upp á og útsýnið frá henni er stórkostlegt. Þar er hægt að ganga eins lengi og maður nennir svo snýr maður við og upplifir aðra sýn. Þegar horft er niður á löngu, svörtu ströndina og villta sjóinn er ótrúlegt til þess að hugsa hve stutt þetta er frá borginni.

Í Rotorua er meðal annars að finna nýsjálensku útgáfuna af Bláa lóninu og Geysi.

Rotorua 
Í þessum túristabæ er meðal annars að finna nýsjálensku útgáfuna af Bláa lóninu og Geysi. Bærinn er í tæplega þriggja tíma akstursfjarlægð suður af Auckland. Það sem mér finnst skemmtilegt við Rotorua er að við Íslendingarnir í NZ hittumst þar einu sinni á ári í útilegu og við köllum það ættarmótið okkar.

Waiheke-eyjan
Eyjan er í þrjátíu mínútna siglingu frá miðborg Auckland. Þangað er gaman að fara og njóta fegurðar, strandar og vínbúa. Skemmtileg blanda af fólki býr á eyjunni. Annarsvegar hippar sem vilja forðast borgina og lifa einföldum lífsstíl á yndislega fallegum stað. Við þekkjum fólk sem á lóð með frábæru sjávarútsýni og býr í húsvagni. Hins vegar búa milljónamæringar á eyjunni, ríkt fólk sem áttaði sig á að það sé hægt að byggja hús, jafnvel með lendingarpalli fyrir þyrluna, í þessari stuttu fjarlægð frá vinnunni þeirra í miðborginni.

- Auglýsing -

Við förum oft til Waiheke og njótum æðsilegra veitingastaða og ísbúðin þar er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Mistletoe Bay
Við sjóinn í þessum fallega bæ er einstök náttúrufegurð með fallegum gönguleiðum og skemmtilegu tjaldstæði. Staðurinn er nyrst á Suðureyjunni og þangað tekur um einn og hálfan tíma að fara með flugi.

Karekare-ströndin er aðeins í tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá heimili okkar og kvikmyndin The Piano var tekin þar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -