Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Flottar og vel snyrtar neglur í sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gott er að gefa sér tíma í góða handsnyrtingu endrum og sinnum. Fallega lakkaðar neglur gefa heildarútlitinu mun fágaðra yfirbragð – þær eru punkturinn yfir i-ið.

 

Handsnyrting – Skref fyrir skref  

  1. Byrjaðu á að strjúka yfir neglurnar með asentoni – bæði til að fjarlægja gamalt naglalakk og líka alla olíu á nöglunum, þannig helst naglalakkið lengur fallegt.
  2. Notaðu þjöl á neglurnar til að fá það form sem þér þykir fallegast en gættu þess þjala bara í eina átt til að koma í veg fyrir sprungur.
  3. Næst skaltu leggja neglurnar í bleyti í nokkrar mínútur í volgt sápuvatn til að mýkja naglaböndin. Berðu svo þartilgerða olíu eða á krem á naglaböndin til að mýkja þau enn frekar, nuddaðu vel og notaðu svo naglapinna til að þrýsta þeim niður. Varastu að rífa eða klippa naglaböndin því þau vernda gegn sýkingum.
  4. Gott er að lífga upp á húðina og fjarlægja dauðar húðfrumur með skrúbbi og skola af. Berðu síðan handáburð á hendurnar og leyfðu honum að smjúga inn í nokkrar mínútur. Með því að bera handáburðinn á áður má komast hjá því að naglalakkið klessist. Þurrkaðu neglurnar með rökum klút til að fjarlægja leifar af kremi.
  5. Þá er komið að því að lakka neglurnar. Byrjaðu á undirlakki, gott er að velja til dæmis styrkjandi lakk, og leyfðu því að þorna í eina mínútu. Síðan er komið að lit að þínu vali. Lakkaðu að minnsta kosti tvær umferðir af litaða lakkinu; byrjaðu í miðjunni, strjúktu fyrst upp og svo frá miðju til hliðanna. Leyfðu lakkinu að þorna í tvær mínútur á milli umferða. Að lokum er nauðsynlegt að nota yfirlakk. Þá helst handsnyrtingin falleg og glansandi lengur. Hægt er að fá yfirlökk sem þorna sérstaklega hratt. Gott ráð er að strjúka yfirlakkinu einnig þvert yfir brúnina á nöglunum til að koma í veg fyrir að lakkið brotni upp.
  6. Að lokum er sniðugt að dýfa eyrnapinna eða mjóum bursta í naglalakkseyði og fjarlægja öll þau mistök sem gætu hafa orðið.

Myndir / Unsplash
Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -