Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Fólk er mjög forvitið um þessa þungun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Þóra Baldursdóttir lagði af stað í ævintýraferð fyrir fimm árum. Hún hélt til Kenía en starfaði stutt sem sjálfboðaliði því örlögin tóku fljótt í taumana.

 

Í dag er hún enn búsett þar og rekur barnaheimili fyrir ungar mæður. Hún þakkar Snapchat fyrir að hafa óvænt greitt götu sína þegar kom að fjármagni en ræðir hér um baráttuna við sjálfa sig hvað varðar „white savior“ sem og litlu stúlkuna sem er væntanleg í heiminn nú síðar í mánuðinum. Hún segist furða sig á áhuga fólks hvað meðgönguna varði en algengustu spurninguna vera hvernig barnið sé á litinn.

„Fólk er gríðarlega áhugasamt um þessa þungun sem kom mér svakalega á óvart.“

„Fólk sem hefur fylgt mér hvað lengst upplifir að það eigi örlítið í mér. Ég hef því fengið fjöldamargar fyrirspurnir um hvaðan pabbinn sé eða hvort ég hafi farið í tæknifrjóvgun. Ég hef líka verið spurð hvort ég sé staðgöngumóðir. Í grunninn finnst mér hálfhlægilegt að fólk sé að hugsa um þessa hluti hvað mig varðar en mér fannst hins vegar óþægilegt að heyra upplifanir vinkvenna minna sem lenda ósjaldan í því að vera spurðar skrítinna spurninga um mig og þessa meðgöngu.

Engu að síður fannst mér skynsamlegast að fæða barnið heima á Íslandi, aðallega upp á stuðningsnetið hér sem er gríðarlega sterkt. En þess utan hefði ég heldur aldrei fengið frí eða tíma til að sinna nýburanum heima í Kenía á barnaheimilinu. Það var samt ömurlega erfitt að fara í burtu í svona langan tíma sérstaklega þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvenær ég mun snúa til baka. Ég ætla að láta það ráðast, en mig langar að hún verði í það minnsta orðin þriggja mánaða upp á bólusetningar og annað að gera. Annars fyndist mér best í stöðunni að hún yrði bólusett að mestu úti enda eru þau með allt þetta auka, sem við erum að borga sérstaklega fyrir hér heima, innifalið.“

„Ég veit líka að við munum alltaf hafa annan fótinn í Kenía þar sem það er hennar annað heimaland.“

„Þá er eflaust betra að hún sé bólusett eftir þeirra reglum. En þetta mun allt skýrast með tíð og tíma. Þungunin sjálf kom mér gríðarlega á óvart sérstaklega í ljósi þess að ég hafði nýverið kynnst pabba hennar og er í dag einhleyp. Hann er jú kenískur en ég hef alveg haldið honum frá sviðsljósinu og mun gera það áfram.“

Texti/ Íris Hauksdóttir.
Mynd / Hákon Davíð Björnsson.
Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -