Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

„Fólk vildi innilega gefa réttu gjöfina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir jól setti Kringlan þjónustu á laggirnar sem heitir Neyðarpakkatakkinn. Tilgangurinn með þjónustunni var að aðstoða fólk við að finna fullkomnar jólagjafir.

„Við settum upp rafrænan þjónustuhnapp, „Neyðarpakkatakkinn“ , sem var kynntur á Facebook rétt fyrir jól og buðum fram aðstoð til þeirra sem voru á síðustu stundu með jólagjafakaupin og voru í vandræðum með hugmyndir,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, þegar hún er beðin um að segja frá hnappinum. „Hægt var að smella á takkann og annað hvort óska eftir að hitta ráðgjafa á þjónustuborði Kringlunnar eða fá hugmyndir sendar rafrænt.“

Spurð út í hvernig hugmyndin um þjónustuna kviknaði segir Baldvina: „Hugmyndin hafði verið að gerjast hjá okkur sem störfum í Kringlunni. Á hverju ári fyrir jólin fáum við  fjöldann allan af beiðnum um aðstoð frá fjölskyldumeðlimum og vinum. Eitthvað á borð við: „Þú vinnur nú í Kringlunni – hvað ætti ég að gefa mömmu, ömmu, pabba eða litla bróður?“.  Þá datt okkur þessi þjónusturáðgjöf í hug.“

Að sögn Baldvinu kom þjónustan sér afar vel fyrir margt fólk. „Með þessu vildum við einnig stuðla að notalegum síðustu dögum fyrir jól, draga úr stressi og gefa fólki tækifæri til að njóta. Það virtist svo sannarlega vera þörf fyrir þjónustuna. Yfir 1000 manns fengu hjá okkur ráðgjöf og við þurftum að kalla út aukamannskap til aðstoðar og viðskiptavinir kunnu greinilega vel að meta hjálpina.“

Fólk vildi vanda valið og kaupa gjafir sem sannarlega er þörf fyrir og nýtast.

Baldvina kveðst þá verða vör við að fólk sé orðið meira meðvitað um sóun og vilji þess vegna ekki gefa eitthvað sem endar bara inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. „Það er alveg greinilegt. Fólk vildi innilega gefa réttu gjöfina og hitta í mark hjá sínu fólki. Það vildi ekki gefa bara eitthvað. Fólk vildi vanda valið og kaupa gjafir sem sannarlega er þörf fyrir og nýtast. Fólk er líka meðvitaðra um kostnað og vill hagkvæmni í innkaupum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -