Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Fósturmissirinn alls ekki erfið lífsreynsla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilvera Báru Ragnhildardóttur tók óvænta stefnu í október á síðasta ári. Þegar hún og maðurinn hennar, Richard, fengu „jákvætt“ á óléttuprófi grunaði þau ekki hvað næsta hálfa ár myndi bera í skauti sér. Fram undan voru erfiðir mánuðir þar sem Bára var mjög veik, en þessi reynsla fékk þau bæði til að endurmeta líf sitt og það sem raunverulega skiptir máli.

Mynd: Unnur Magna

Á fyrstu vikum meðgöngunnar var allt eðlilegt, Báru leið vel og það eina sem hún fann fyrir var aukin þreyta. Það kom henni á óvart að á fimmtu viku var farið að sjá á henni. „Ég trúði því eiginlega ekki fyrst, en þegar vinkona mín sem vissi að ég var búin að fá „jákvætt“ kommentaði á kúluna fór ég að fela hana. Þegar kom að snemmsónar á sjöundu viku veðjuðum við Richard smávegis í gríni í bílnum á leiðinni um hvort það væru eitt eða tvö börn á leiðinni,“ segir Bára, en daginn eftir voru þau á leið í ferðalag til útlanda til að heimsækja foreldra Richards og ætluðu að færa þeim gleðifréttirnar.

Þegar í sónarinn var komið sá læknirinn hins vegar strax að ekki væri allt með felldu. Hann nefndi mögulegan litningagalla, og ljóst var að fóstrið var ekki lífvænlegt. „Tal um eitt eða tvö væntanleg börn breyttist því skyndilega í ekkert barn. Læknirinn gaf okkur þrjá möguleika í stöðunni. Ég gat tekið töflu til að losa fóstrið út, farið í útsköfun eða beðið og séð hvort líkaminn skilaði þessu sjálfur,“ segir Bára.

„Tal um eitt eða tvö væntanleg börn breyttist því skyndilega í ekkert barn.“

 

Þar sem þau voru á leið utan morguninn eftir og Bára ekki fastandi í tímanum, kom enginn annar valkostur til greina en að bíða og sjá hvort líkaminn myndi losa sig við fóstrið sjálfur. Bára segir ótrúlegt að hugsa til þess með hversu miklu æðruleysi hún hafi tekið þessum fréttum. „Ég var döpur í eitt augnablik, en áður en við gengum út af læknastofunni fylltist ég þakklæti. Þakklæti fyrir að líkaminn losi sig við það sem á ekki að verða að heilbrigðum einstaklingi og þakklæti fyrir litlu heilbrigðu stelpuna sem ég á og gat sótt í leikskólann og notið tímans með henni. Ég held líka að reynsla vinkvenna minna af fósturmissi og hversu opinskátt þær hafa talað um það innan vinahópsins hafi hjálpað óendanlega mikið í þessum sporum. Ég hef sagt það allan tímann að mér fannst fósturmissirinn alls ekki erfið lífsreynsla. En þetta verkefni endaði því miður ekki þarna og var í rauninni bara rétt að byrja.“

Framundan hjá Báru og fjölskyldu voru erfiðir tímar sem fólu meðal annars í sér krabbameinsmeðferð. Lestu ítarlegt viðtal við Báru í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Myndir / Unnur Magna

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -