Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fullkomin hjólaborg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hadda Hreiðarsdóttir segir frá uppáhaldsstöðum sínum í Barcelona.

Hadda Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá 1xINTERNET, hefur búið í Barcelona í þrjú ára ásamt sambýlimanni sínum, Adam, og börnunum, Hreiðari Nóa, Unu Barböru og Benjamín.

Hadda Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá 1xINTERNET, hefur búið í Barcelona í nokkurn tíma ásamt sambýlimanni sínum, Adam, og börnunum, Hreiðari Nóa, Unu Barböru og Benjamín. Hún flutti þangað á sínum tíma til að fara í mastersnám og gat svo ekki hugsað sér að fara frá borginni. Við fengum hana til að segja okkur frá uppáhaldsstöðum sínum í Barcelona.

„Barcelona er hin fullkomna hjólaborg, alltaf gott veður, aldrei vindur og hægt að sjá margt án þess að fara erfiðar brekkur. Það er mjög auðvelt að leigja hjól og um alla borg eru hjólastígar sem auðvelda manni hjólalífið. Það er dásamlegt að hjóla með fram ströndinni, um Barceloneta-hverfið eða El Born þar sem má stoppa í einn drykk og tapas, í gegnum Parc Cituadella þar sem má leggjast niður í sólinni og hvíla sig. Þaðan inn í gotneska hverfið fram hjá dómkirkjunni, yfir í Raval-hverfið og enda svo kannski daginn á litlum veitingastað við ströndina. Það besta við Barcelona er að hún er svo lítil að þetta má gera allt fyrir hádegi.“

„Gotneska hverfið er hverfið mitt og sá hluti borgarinnar sem má ekki missa af. Litlar, þröngar götur, kaffihús, pöbbar, ávaxtabúðir, gallerí og litlar krúttlegar hönnunarbúðir.“

Njóta þess að villast
„Gotneska hverfið er hverfið mitt og sá hluti borgarinnar sem má ekki missa af. Litlar, þröngar götur, kaffihús, pöbbar, ávaxtabúðir, gallerí og litlar krúttlegar hönnunarbúðir. Lítið er um umferð og því fullkominn staður til að labba um og njóta hvort sem það er að sumarlagi eða fyrir jólin. Barcelona er nefnilega yndisleg jólaborg, þrátt fyrir snjóleysið. Þarna má hæglega njóta þessa að villast.“

Matarupplifun í myrkri
„Dans le noir er veitingastaður þar sem maður borðar í algeru myrkri sem er ótrúleg upplifun. Þjónarnir á staðnum eru allir blindir. Þriggja rétta máltíð með víni bragðst töluvert öðruvísi þegar maður sér ekki handa sinna skil.“

El Drac, eða drekinn, hið fræga verk listamannsins Gaudi.

Flottar sýningar
„MACBA er nýlistasafn Barcelona í Raval-hverfinu. Þar eru alltaf flottar sýningar sem er gaman að sjá. Svæðið er líka ótrúlega skemmtilegt með stórum torgum þar sem hægt er að sitja og fá sér drykk meðan krakkarnir leika sér og ekki síst fylgjast með hjólabrettagaurunum í Barcelona sem eru fjölmargir, þarna koma þeir bestu saman og „skeita“ frá morgni til kvölds.“

Hörðustu kjötætur fá í hnén
„Get ekki sleppt því að minnast á uppáhaldsveitingastaðinn minn. Teresa Carles er frábær grænmetisstaður sem lætur hörðustu kjötætur fá í hnén. Það er allt gott á matseðlinum. Glas af lífrænu rauðvíni kostar þarna 300 krónur íslenskar og katalónska ostatertan er skylda í hvert sinn sem þessi staður er heimsóttur.“

- Auglýsing -
MACBA er nýlistasafn Barcelona í Raval-hverfinu. Þar eru alltaf flottar sýningar sem er gaman að sjá að sögn Höddu.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -