Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Fullkomna allar hreyfingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski dansflokkurinn frumsýndi nýverið dansverkið Hin lánsömu eftir Anton Lachky. Sýning er bæði kraftmikil og kómísk en hún segir frá hópi yfirstétta systkina í sjálfsskipaðri útlegð.

Þau Tanja Marín Friðjónsdóttir og Andreas Sigurgeirrson eru meðal dansara í sýningunni en Andrean, er nýjasti meðlimur Íslenska dansflokksins. „Saga mín sem atvinnudansara er ekki löng en ég fór í starfsnám til Báru Sigfúsdóttur eftir útskrift og vann mikið með henni í verkinu Being sem sýnt var á danshátíðinni Everybody´s Sprectacular. Auk þess stóð ég fyrir danssmiðju í Indónesíu en ég er með sterk sambönd þaðan þar sem ég er hálfur indónesi.”

Tanja hefur búið í Brussel síðastliðin tíu ár en hún lærði dans í Hollandi. „Ég hef starfað sem dansari víðsvegar um Evrópu, svolítið eins og farandverkakona. Ég hef unnið svo lengi erlendis að mér fannst kominn tími til að gera eitthvað hér heima.“

„Það tók þó sinn tíma en ég hafði blikkað Ernu Ómarsdóttur, listrænn stjórnanda flokksins í einhver ár áður en ég passaði loksins inn í hópinn.”

Þrátt fyrir að halda aftur út í harkið að verkefninu loknu segist Tanja ákaflega spennt enda þekkti hún danshöfundinn fyrir og hlakkaði til að prófa vinnuaðferðir hans. „Anton kom mjög opinn inn í ferlið, hann bíður yfirleitt eftir að fá innblástur af dönsurunum sem hann vinnur með hverju sinni og leyfir hlutunum að þróast þannig. „Anton hefur ákveðinn hreyfistíl, eða öllu heldur aðferð sem hann vinnur með,” bætir Andrean við.

„Hann biður okkur að sýna okkar besta sóló sem við getum samið sem að hann svo afbakar og hraðar töluvert á.“

„Útkoman er kraftmikill dans sem krefst mikillar einbeitingar á smáatriðum og hraði sem reynir þolmörkin. Þetta var mjög líkamlega erfitt ferli en maður áorkaði mikið af því.”

Viðtalið í heild má lesa í 18 tbl. Vikunnar en dansverkið Hin lánsömu er sýnt í Borgarleikhúsinu.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Hallur Karlsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -