Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fundu réttu fötin í Ástralíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Berglind Berndsen og Anna Margrét Kristjánsdóttir reka barnafataverslun á Netinu.

Þegar íslenskar vinkonur eru í fæðingarorlofi saman er ekki hægt að búast við að þær sinni eingöngu börnum og heimili. Þær Berglind Berndsen og Anna Margrét Kristjánsdóttir ákváðu að stofna barnafataverslun á Netinu og bjóða upp á einmitt föt eins og þær langaði í á sína stráka.

Þær Berglind Berndsen og Anna Margrét Kristjánsdóttir ákváðu að stofna barnafataverslun á Netinu.

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að fara að flytja fatnað um hálfan hnöttinn? „Instagram!“ segir Berglind ákveðin.

„Instagram leiðir mann í allskonar áttir og þar á meðal alla leið til Ástralíu. Ástralir eru framalega í að hanna stílhreinan, lífrænan og þægilegan fatnað fyrir börn.

Við erum með þrjú vörumerki sem öll eru upprunnin í Eyjaálfu; HUXBABY, Anarkid og Mickey Rose. Við teljum það mikilvægt að fötin séu framleidd úr umhverfisvænum efnum og eru vörurnar meðal annars GOTS vottaðar. Við töldum þetta mikilvægt atriði þegar við ákváðum að taka inn þessar vörur, fyrir utan hvað þær eru fallegar.“

„Það sem þessi merki eiga öll sameiginlegt er að þau bjóða upp á fatnað sem er úr lífrænni bómull og hannaður í sátt við náttúru og fólk.“

Líkt og Berglind nefndi eru þessi vörumerki leiðandi í sjálfbærni og umhverfisvænni framleiðslu í sínu heimalandi og þótt víða væri leitað. Þarna er haft að leiðarljósi að fötin séu þægileg, klæðileg og stílhrein. Er eitthvað fyrir utan það sem gerir þessi merki sérstök?

„Það sem þessi merki eiga öll sameiginlegt er að þau bjóða upp á fatnað sem er úr lífrænni bómull og hannaður í sátt við náttúru og fólk,“ segir Anna Margrét.

- Auglýsing -

„Auk þess eru flíkurnar flestar unisex-hönnun sem okkur þykir mikill kostur. Við viljum bjóða upp á föt sem eru endingargóð og falleg en hefta á sama tíma ekki leik og gleði barnanna.“

Fóru að velta fyrir sér barnafötum

„Ég á einn son sem er orðinn fjórtán mánaða og hugmyndin að stofnun Litla ljónsins kviknaði þegar hann var þriggja mánaða,“ bætir Berglind við. „Ég upplifði þá að á markaðinn vantaði stílhreinan fatnað fyrir barnið mitt sem væri líka þægilegur fyrir hann.“

- Auglýsing -

„Ég á einnig einn son en minn er nítján mánaða,“ bætir Anna Margrét við. „Við vorum í fæðingarorlofi á sama tíma og í því fór þetta af stað.“

Þær vinkonurnar hittust nefnilega og fóru að tala um hvers konar fatnað þær vildu klæða börn sín í og hvaða grunngildi þeim fyndist nauðsynlegt að hafa í forgrunni við val á fötum. Þegar þær svo rákust á þessi áströlsku merki fór boltinn að rúlla enda var þar að finna allt sem þær óskuðu eftir. Berglind er menntuð í uppeldis- og menntunarfræðum og er á lokaári í masters-námi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Hún starfar sem ráðgjafi á BUGL með

„Við viljum bjóða upp á föt sem eru endingargóð og falleg en hefta á sama tíma ekki leik og gleði barnanna.“

fram náminu. Anna Margrét er hins vegar með gráðu í listfræði og starfar sem verslunarstjóri hjá LINDEX. Litla ljónið er í senn hugðarefni og aukastarf hjá báðum. Þær vilja styðja þau gildi er standa að baki. En hver eru næstu skref hjá ykkur varðandi fyrirtækið?
„Eins og staðan er núna erum við og verðum með netverslun en við erum reglulega með opið hús eða Popup,“ segir Berglind. „Við stefnum að því að bæta við okkur vörumerkjum í komandi framtíð og vonumst til að stækka með tímanum og langtímamarkmið eru að opna verslun.“

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar vörumerki Litla ljónsins geta skoðað síðurnar, www.litlaljonid.com, Litla ljónið á Facebook og Instagram-síðuna, Litla_ljonid.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -