Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fylgdist með Suðurlandinu farast á jólanótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir hefur oftar en ekki verið að vinna um jólin en heldur annars hefðbundin íslensk jól í faðmi fjölskyldunnar. Hún býr nú á Tenerife og sér fram á að jólin í ár verði ansi ólík fyrri jólum. Eftirminnilegustu jól sem hún hefur átt voru í höfn í Ríga jólin 1986 þegar skipverjar fylgdust með síðustu samskiptum Suðurlandsins við land áður en það fórst.

„Ég reyni yfirleitt að halda upp á jólin á fremur hefðbundinn hátt, ef hægt er að tala um hefðbundinn hátt fyrir manneskju sem oftar en ekki hefur verið í vinnu um jólin, og þá með nákomnum ættingjum ef mögulegt er,“ segir Anna spurð hvernig hún haldi jólin. „Maturinn hefðbundinn, gjarnan með hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag.“

Spurð hvort jólin í ár verði að einhverju leyti öðruvísi en hún er vön segir Anna að auðvitað verði þau það.

„Þessi jólin verð ég að miklu leyti ein, hugsanlega þó með nágrannakonu minni og syni hennar,“ útskýrir hún. „Það er þó erfitt að skipuleggja neitt ennþá þar sem lítið er um flugferðir frá Íslandi, en einnig að við eigum á hættu að sett verði á útgöngubann yfir jólin dragi ekki úr smiti hér á eyjunni.“

Þótt Anna bússt við því að jólin í ár verði eftirminnileg vegna aðstæðnanna eru þó ein jól sem eru henni eftirminnilegri en nokkur önnur.

„Ætli þessi jól verði ekki bara með minnisstæðustu jólum, í skugga kórónuveirunnar,“ segir hún.  „Mörg jól sem voru frábrugðin gleðilegum jólum eru venjulega minnisstæðust, þá gjarnan jól sem haldin voru á sjó fjarri fjölskyldunni, en ég var ellefu jól á sjó. Ég nefni jólin 1972 sem dæmi þar sem ég hafði farið jólatúr á gömlum síðutogara og hásetarnir á kvöldvaktinni eyddu aðfangadagskvöldi við trollviðgerðir úti á dekki í leiðindaveðri, en var sjálf á vakt niðri í vél.

- Auglýsing -

Eftirminnilegust voru samt jólin 1986, sem ég tel með jólum á sjó þótt við hefðum verið í höfn í Riga í Lettlandi, enda fer enginn í land á aðfangadagskvöld jóla í erlendri höfn. Við vorum að hringja heim í gegnum Nesradíó þegar slitið var á öll samtöl. Íslenskt skip var að farast og við fylgdumst með síðustu samskiptum skips við land. Það var engum svefnsamt þá nótt þótt við værum óhult í höfn. Þarna fórst Suðurlandið og sex skipverjar fórust en fimm komust naumlega af með frækilegri björgun frá danska varðskipinu Vædderen.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -