Fimmtudagur 24. október, 2024
4.9 C
Reykjavik

Gefðu sköpunarkraftinum lausan tauminn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grenitrjám fylgir bæði kostnaður og leiðindaumstang.

Það þarf að vökva tréð reglulega, ryksuga nálarnar og eftir jól þarf maður að losa sig við það. Vissulega er hægt að kaupa falleg gervijólatré en einnig er hægt að útbúa jólatréslíki frá grunni. Hér eru nokkrar skemmtilegar útfærslur.


Hver segir að jólatréð þurfi endilega að vera grenitré. Hér er einfaldlega nokkrum greinum komið fyrir í vasa og þær skreyttar með öllu tilheyrandi.

Í litlum íbúðum þar sem gólfpláss er af skornum skammti er gott ráð að útbúa einfaldlega jólatré á vegg. Ýmist er hægt að nota vegglímmiða og nota svo nagla eða teiknibólur til að festa skrautið á tréð. Önnur útfærsla er að nota grunnar hillur og mynda jólatréð með þeim. Þá er hægt að stilla myndum og skrauti upp á hillurnar og strengja ljós- eða skrautborða á þær.

Auðvelt er að búa til jólatré úr greinum eða öðrum trjábútum. Hér er útfærsla úr dökkum gólflistum sem er raðað á víxl. Mikilvægt er að skipuleggja sig vel áður en hafist er handa; ákveða lokahæð og -breidd trésins, reikna hversu marga búta þarf, lengd þeirra og loks þarf að saga og pússa viðinn. Tréð úr gólflistum er létt og lipurt þannig að það er hægt að hengja það upp í loft.

- Auglýsing -

Það getur reynst erfitt að hengja venjulegt jólatrésskraut á þetta tré en ýmist er hægt að leggja skraut á endann á hverjum planka eða skrúfa króka neðan á þá til að hengja skraut í.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -