Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Gerum betur, núna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Ósk Heiðu Sveinsdóttur

Eigum við að breyta því hvernig við eigum samskipti við viðskiptavini?

Breyta því hvernig viðskipti fara fram og búa til ný tækifæri til sóknar.

Hvað myndir þú gera ef þú hlustaðir á ekkert nema háværu röddina í hausnum á þér og tilfinninguna sem kemur svo sterkt þegar tækifæri myndast. Þú veist hvaða rödd þetta er. Þetta er peppaða röddin sem öskrar á þig hugmyndir.

Persónuleiki vörumerkis skiptir öllu í samtali við viðskiptavini. Það skiptir miklu að öll skilaboð sem fyrirtækið sendir frá séu í takt og innihaldi í grunninn sömu rödd en aðlagaðan tón fyrir hvern flöt og miðil. Það hefur enginn eins mikinn áhuga á þér og þú, þannig að ef þú ert kominn með leiða á því sem fyrirtækið þitt hefur fram að færa, þá er viðskiptavinurinn þinn fyrir löngu hættur að hlusta. Um leið og sagt er: „þetta hefur alltaf verið svona“, þá þarf að ýta á stopp og hugsa hlutina upp á nýtt.

Ákvarðanafælni í bland við fastheldni er ein allra besta leiðin til þess að drepa niður frumkvæði og ástríðu. Það vill enginn viðurkenna að vera á þeim stað, en ef þú hefðir frjálsar hendur og byrjaðir með alveg hreint blað – hvað myndir þú gera?

- Auglýsing -

Ef grunnurinn er sterkur, stefna, markmið og persónuleiki vörumerkisins á hreinu, þá er mitt ráð: prófaðu og láttu vaða. Markhópurinn þinn hefur engan tíma eða þolinmæði fyrir innihaldslausri froðu eða stífri söluáherslu. Grunnurinn er alltaf sá sami – gott samband við viðskiptavininn og þá eru ekki endalaus tækifæri gefin. Sem viðskiptavinur hefur þú væntingar til þeirra fyrirtækja sem þú velur að eiga viðskipti við og hikar ekki við að leita annað standist þær ekki.

Ekki troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra, skilgreindu virðið sem þú getur veit. Settu þig í spor þeirra, er efnið sem þú ert að birta áhugavert og hefur virði fyrir þá sem því er beint að? Ekki? Slepptu því þá og farðu aftur að teikniborðinu. Fylgstu með straumum í nýsköpun og stafrænni þróun, hlustaðu á markaðinn, ekki úreldast. Það eru ekki endalausir sénsar gefnir, en þú færð tækifæri á meðan þú ert að bæta þig og ert heiðarleg/ur með það. Lítum á alla snertifleti milli þín og þinna viðskiptavina og rýnum í tækifærin á bættri og arðbærri upplifun, sterkara sambandi.

Ekki bera þig saman við þann skásta í þínum flokki. Hver er heimsmeistari í greininni? Spilum við þá bestu í bransanum, til að vinna.

- Auglýsing -

Það eru ekki endalausir sénsar gefnir. Notaðu tækifærið núna til þess að hlusta á peppuðu röddina, hráu hugmyndirnar sem þú veist að eiga eftir að hafa áhrif og keyra árangurinn upp. Núna!

Greinarhöfundur er formaður FKA Framtíðar og forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -