Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Gildi eru ekki bara smart á blaði heldur ofurflott í framkvæmd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Kristínu Snorradóttur

Gildi segja til um hver þú ert og hvað þú vilt standa fyrir. Oft er fólk ekki meðvitað um gildi sín og stundum veit fólk ekki hvaða gildi það vill tileinka sér. Já maður getur tileinkað sér góð gildi eða slæma hegðun.

Með því að skoða þig út frá þeim hlutverkum sem þú gegnir í lífinu er gott að skoða: „hvaða gildi vil ég hafa að leiðarljósi?“

Til dæmis hlutverkið móðir, hvaða gildi hefur þú að leiðarljósi í uppeldi barna þinna? Eru það gildi sem þú vilt innræta hjá þeim með þá von í brjósti að þeim vegni vel í lífinu eða þau verði kærleiksrík eða fylgin sér og þori að fara sína leið í lífinu.

En sem yfirmaður hvaða gildi hefur þú í því hlutverki? Hvað skiptir þig máli sem stjórnandi og hvað viltu innleiða í þinn hóp?

Sem vinur eða vinkona eða maki eða kona eða maður eða….

- Auglýsing -

Gildi hafa margsvíslegan ávinning fyrir mann sjálfan og umhverfið og þegar maður virkilega fer að skoða gildi út frá því hvað er það sem ég vill standa fyrir og hverju vill ég að það skili til þeirra sem eru í nærumhverfi mínu.

Lifi ég raunverulega eftir þeim gildum sem mér finnast eftirsóknarverð eða er ég að setja upp falska sjálfsvirðingu með flottum frösum og því að setja mig á stall.

Öll góð gildi hafa andstæðu sem telst þá til slæmrar hegðunar og til þess að tileinka sér gildi þarf að skoða andstæðuna af fullum heiðarleika.

- Auglýsing -

Að skoða sjálfan sig raunverulega krefst hugrekkis, því maður getur fundið hjá sér eitthvað sem maður vill ekki játa en með því að virkilega fara inn á við og skoða sig í fullum heiðarleika og velja sér þau gildi sem þú kýst að tileinka þér og lifa eftir þá færðu tækifæri til þess að móta þá manneskju sem þú vilt verða. Fyrsta skrefið í átt að stóra markmiðinu sönn sjálfsvirðing er að horfast í augu við sig, sem sagt plúsa og mínusa, nýta plúsana til að byggja upp mínusana eða taka þá út og þar kemur gildisvinna mjög sterk inn.

Dæmi:

Heiðarleiki „hvít lygi er hún ekki ok ?“

Hlutir eins og að tala um aðra að þeim fjarstöddum, láta sem þú búir yfir þekkingu um allt og á öllu til að fela þekkingarleysið, keyra of hratt, segja að hlutir kostuðu minna en þeir gerðu til að öðlast aðdáun annara á snilldarkaupum. Veit enginn hvort eð er að þetta eru litlar lygar!

Til þess að geta gert heiðarleika að grunngildum þarf fyrst að horfast í augu við eigin óheiðarleika, gera hreint fyrir sínum dyrum og hefja svo heiðarlegan lífstíl, ALLTAF líka þegar það var erfitt að vera heiðarleg/ur.

Gildi verða að vera heil og sönn til þess að geta kallast gildi og trúið mér sjálfsmyndin stækkar margfalt við að takast á við sjálfan sig og vinna að því að verða sú sem þú vilt vera SANNARLEGA.

Höfundur er Acc vottaður markþjálfi og félagskona í FKA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -