Sunnudagur 29. desember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Gleði og galdrar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kvikmyndir um töfra njóta yfirleitt mikilla vinsælda.

Sögur um galdra hafa ávallt fylgt mannkyninu. Kvikmyndir eru líklega einn besti vettvangurinn til að segja slíkar sögur því tæknin sem er notuð er oft töfrum líkust. Hér eru nokkrar frábærar myndir sem sýna margar ólíkar hliðar á þessum spennandi og yfirskilvitlegu hæfileikum.

 Töfraskepnur

Flestir sem hafa fylgst með ævintýrum galdrapiltsins Harry Potter, hvort sem það á hvíta tjaldinu eða á prenti, kannast við nafnið Newt Scamander. Hann er höfundur bókarinnar Fantastic Beasts and Where to Find Them sem hvert skólabarn í Hogwarts þarf að kaupa og lesa á fyrsta árinu sínu. Árið 2001 gaf J.K. Rowling út sérstaka útgáfu af bókinni sem vakti mikla lukku hjá aðdáendum.

Í nýlegri kvikmynd byggð á þeirri bók (sjá mynd að ofan) er ungi fræðimaðurinn Newt Scamander nýkominn til New York árið 1926 í leit að töfraverum sem hann hefur einsett sér að rannsaka og bjarga þegar það á við. Hann veit þó ekki að stórhættuleg og kraftmikil vá vofir yfir borginni og hann flækist fljótt inn þau mál.

Nicole Kidman og Sandra Bullock sem systurnar Sally og Gillian Owens.

Gæfa eða bölvun

Systurnar Sally og Gillian Owens í myndinni Practical Magic hafa alla tíð vitað að þær væru ekki eins og fólk er flest. Þær ólust upp hjá frænkum sínum á vægast sagt óvenjulegu heimili þar sem þeim voru litlar eða engar reglur settar. Frænkurnar lögðu sig fram við að vekja hjá systrunum hina einstöku dulrænu hæfileika sem fylgt hafa konum af Owens ættinni í þeirri von að veita þeim þann styrk sem fylgir því að iðka hvítgaldra í nytsamlegum tilgangi. En galdrasæringar Owens kvennanna kosta sitt og í raun fylgir þeim hin mesta bölvun – mennirnir sem þær verða ástfangnar af eru dæmdir til ótímabærs andláts.

- Auglýsing -
The Craft segir af fjórum táningsstúlkum sem búa yfir yfirnáttúrulegum kröftum.

Köld kvenna ráð

Galdrar hafa lengi heillað táningsstelpur sem ýmist reyna að nota þá til að laða að sér ást eða leita hefnda. The Craft segir einmitt frá einum slíkum hóp. Þegar ný stelpa flytur í bæinn kynnist hún fljótlega öðrum stelpum sem hafa áhuga á yfirskilvitlegum og dularfullum hlutum. Saman búa þessar fjórar stelpur yfir miklum yfirnáttúrulegum kröftum. Þær geta nánast allt, allt frá því að ná í draumaprinsinn og látið hann dýrka sig, og hvað annað sem þeim dettur í hug – þær eru óstöðvandi og möguleikarnir eru endalausir. Slíku valdi fylgir mikil ábyrgð og það getur óvænt snúist gegn manni, eins og stelpurnar fá að kynnast.

The Prestige segir frá tveimur sjónhverfingamönnum sem gera allt til að skemma fyrir hvorum öðrum.

Keppinautar á sviði

- Auglýsing -

Kvikmyndin The Prestige gerist í lok nítjándu aldar í London og segir frá Robert Angier og Alfred Borden sem eru vinir og aðstoðarmenn töframanns. Þegar Julia, ástkær eiginkona Roberts, deyr slysalega í einu atriði kennir Robert Alfred um dauða hennar þannig að vinátta þeirra snýst upp í andhverfu sína. Báðir verða þeir síða frægir töframenn og keppinautar á því sviði – þeir gera hvað þeir geta til að skemma fyrir hvorum öðrum. Þegar Alfred framkvæmir árangursríkt bragð verður Robert hreinlega að komast að því hvernig hann fór að því en kemst að því að sumt er best látið kyrrt liggja.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -