Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Góðar fyrir húðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olíur hafa notið aukinna vinsælda síðastliðin ár og fjöldi snyrtivörufyrirtækja keppist við að setja á markað vörur sem innihalda náttúrulegar plöntu- og ilmolíur.

Sökum þess hve slæmt orðspor olíur höfðu um nokkurra áratuga skeið eru margar konur enn ragar við að nota þær. Hér eru nokkrar góðar ástæður og leiðir til þess að innleiða olíur í húðumhirðu þína.

Hjálpar feitri húð
Það hljómar ef til vill mótsagnakennt að nota olíur á feita húð en það virkar. „Líkur leysir líkan,“ er orðatiltæki sem oft er notað í efnafræði og á við hér; plöntuolíur hjálpa nefnilega til við að leysa upp húðfituna sem getur stíflað húðholurnar og valdið fílapenslum eða bólum. Þær hjálpa húðinni einnig að jafna fituframleiðsluna.

Spornar við öldrun húðar
Mjög gott er að nota olíur gegn hrukkum og annarri öldrun húðar. Fyrir það fyrsta minnkar fituframleiðsla húðar þegar við eldumst og hún getur þornað. Þá verða hrukkur og önnur lýti meira áberandi. Með því að nota olíu á undan „anti-ageing“ rakakremi fær húðin bæði aukaskammt af næringu og fitusameindirnar hjálpa andoxunarefnum og öðrum virkum efnum að smjúga dýpra í húðina.

Eykur ljóma og róar húð
Plöntuolíur veita húðinni mikinn raka og gott er að nota þær á nóttunni. Þannig verður húðin frísk, ljómandi og þétt án þess þó að vera fitug. Þær innihalda fjöldann allan af virkum efnum sem geta hjálpað til við að róa pirring og jafna húðlit. Best er að hita olíuna aðeins í lófunum og pressa henni svo á andlitið, ekki nudda henni.

Hreinsar húð
Fátt leysir upp andlitsfarða eins og olía, án þess að erta augu eða húð. Það er því mjög sniðugt að nota olíukenndan hreinsi sem fyrstu hreinsun, til þess að fjarlægja allan farða og yfirborðsóhreinindi, og nota síðan annan andlitshreinsi til að hreinsa húðina sjálfa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -