Fyrstu þekktu heimilidir um jólatré frá 16. öld.
Sumir geta ekki hugsað sér að vera með annað en lifandi jólatré á meðan aðrir eru alsælir með gervitré.
Svo er til fólk sem sættir sig alveg við lítið jólatré úr vírherðatrjám með jólaseríu, keramíkjólatré, eða jafnvel ekkert tré.
Fyrstu þekktu heimildir um einskonar jólatré eru frá Strassburg og þar um kring á 16. öld.
En hinn fyrsti sem getur um ljósum prýtt jólatré er Goethe, í sögu frá 1774.
Fyrsta mynd af jólatré með ljósum er hins vegar frá Zürich árið 1799.
Nokkrum árum síðar, árið 1807, voru til sölu á markaði í Dresden í Þýskalandi fullbúin jólatré, meðal annars skreytt gylltum ávöxtum og kertum.
Greinilegt er, að siðurinn var þá búinn að ná öruggri fótfestu þar um slóðir. Hann fór svo að berast til Norðurlanda eftir 1800.
Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum.
En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma. Málið var leyst með því að smíða gervijólatré og klæða það með sortulyngi, beitilyngi eða eini. Elstu heimildir um slíkt eru frá 1880-1890.
Til Íslands munu fyrstu jólatrén hafa komið um 1850, í kaupstaði, aðallega hjá dönskum fjölskyldum. En fæstir landsmenn áttu þess kost að eignast grenijólatré á þeim tíma.
Fleira áhugavert
– Það tekur jólatré að meðaltali 7-10 ár að vaxa í rétta stærð.
– Notkun á sígrænu tré til að halda upp á vetrarsólstöður var við lýði löngu áður en talið er að Jesús hafi fæðst.
– Jólatré hafa verið seld í Bandaríkjunum síðan um 1850. Þar til nýlega komu öll jólatré úr skógum en nú eru yfir 21 þúsund aðilar sem rækta jólatré. Hálfur milljarður trjáa er í ræktun.
– Fyrstu heimildir um skreytt jólatré eru frá Riga í Lettlandi árið 1510.
– Jólatré eyða ryki og ögnum úr loftinu.
– Franklin Pierce, 14. forseti Bandaríkjanna, var fyrsti forsetinn til að láta setja upp jólatré í Hvíta húsinu (1856).
– Þegar Teddy Roosevelt var í forsetastól mátti jólatré ekki koma inn fyrir dyr Hvíta hússins af umhverfisástæðum.
– Aðstoðarmaður Edisons, Edward Johnson, átti hugmyndina að því að setja rafmagnsljós á jólatréð. Átta árum síðar, eða 1882, komu þau á markað fyrir almenning.
– Lítil kertaljós á greinar jólatrés var almennt strax í kringum miðja 17. öld.
– Árið 2002 voru 21 prósent Bandaríkjamanna með alvörujólatré, 48 prósent með gervitré og 32 prósent með ekkert jólatré.
Texti / Guðríður Haraldsdóttir