Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Guðni Már nýtur lífsins í sólinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Már Henningsson er fluttur til Tenerife, þar sem kaffið kólnar ekki í bollanum þótt það standi nokkrar mínútur á borði og hann segir að sér hafi ekki liðið betur í fjörutiu ár.

Það vakti töluverða athygli þegar útvarpsmaðurinn ástsæli, Guðni Már Henningsson, kvaddi hlustendur sína fyrir tæpu ári síðan og kom sér fyrir á Tenerife. Þar nýtur hann þess að drekka kaffið sitt í sólinni, sinnir kalli listagyðjunnar og spjallar við heimamenn af sinni einstöku snilld. Snæfríður Ingadóttir hitti Guðna á uppáhaldskaffihúsinu hans og forvitnaðist um líf hans í dag.

„Jú það voru margir hissa þegar ég sagði upp á Rás 2 en ég var bara búinn að fá nóg. Aldurinn var farinn að segja til sín og eftir 24 ára starf var þetta bara orðið gott,“ segir Guðni þar sem hann situr á uppáhaldskaffihúsinu sínu, La Paz við Römbluna í Santa Cruz de Tenerife. Þetta er útikaffihús og hingað mætir hann daglega og stundum oft á dag ef þannig liggur á honum.

Dvölin á Tenerife hefur greinilega gert honum gott því hann er nær óþekkjanlegur þar sem hann situr mörgum kílóum léttari, sólbrúnn á stuttermabol undir sígrænum krónum Römblutrjánna.

Aldurinn var farinn að segja til sín og eftir 24 ára starf var þetta bara orðið gott.

„Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun. Ég hef flutt hátt í 50 sinnum á ævinni, bjó til að mynda tvö ár í Svíþjóð, svo ég er ekki hræddur við breytingar. Hér er yndislegt mannlíf og veðrátta, og alltaf eitthvað nýtt að uppgötva á hverjum degi. Svo er líka ótrúlega gott að þurfa ekki lengur að fylgjast með þessu þunglyndi, svindli og svínarí heima á Íslandi.“

Að flytja á sólríkari slóðir var hins vegar enginn langþráður draumur hjá Guðna heldur segist hann hafa verið tilneyddur. „Það kom ekkert annað til greina en að flytja. Eftir að ég skildi við seinni eiginkonu mína árið 2017 þá hafði ég einfaldlega ekki efni á því að búa á Íslandi á örorkubótum. Bæturnar dugðu ekki fyrir leigu og lífsnauðsynjum.“

Viðtalið við Guðna Má er að finna í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Guðni segist fyrst hafa verið á leiðinni til Torrevieja en góðvinur hans benti honum á að loftslagið á Tenerife væri betra og ráðlagði honum að fara frekar þangað. Og Guðni hlýddi þrátt fyrir að vita lítið sem ekkert um borgina Santa Cruz, eða Tenerife yfirhöfuð. En hann segir nánar frá þessu nýja lífi í sólinni og mörgu er hann fékk að reyna í starfi sínu í útvarpinu, meðal annars heimboðum frá einmana konum, í 2. tbl. Vikunnar.

- Auglýsing -

Texti / Snæfríður Ingadóttir

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -