Nú þegar áramótin nálgast er gaman að spá í tískustraumana sem eru fram undan.
Vefurinn Refinery29 fékk hárgreiðslumanninn Garren og hárgreiðslukonuna Mandee Tauber til að segja frá því sem verður vinsælt í hártískunni á nýju ári.
Garren byrjar á að nefna tvö trend sem verða áberandi.
Það er meðal annars svokölluð bob-klipping í styttri kantinum þar sem skarpar línur eru í aðalhlutverki. Hann segir klippinguna eiga að vera eins og „ramma“ utan um andlitið.
Garren segir þá möguleikana vera endalausa þegar kemur að klippingu sem þessari.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55682174-387x580-1.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_54688842-401x580-1.jpg)
Garren spáir því einnig að útgáfur af pixie-klippingunni verði árerandi árið 2020. Hann segir mikið frelsi felast í því að skarta svo stuttri klippingu.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_53995290-431x580-1.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_54052176-422x580-1.jpg)
Árið 2020 verða síðir toppar einnig vinsælir að sögn hárgreiðslukonunnar Mandee Tauber, toppar í hippalegum-stíl. Hún segir slíkan topp virka vel með bæði stuttu og síðu hári.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55007333-870x580-1.jpg)
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2020/05/h_55510586-870x580-1.jpg)
Myndir / EPA