Föstudagur 27. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hártoganir og holdsins lystisemdir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ekki líta, ekki bíta, ekki halda allt of fast,“ söng dúettinn Þú og ég um árið. Ég hef aldrei verið bitin í rúminu, nema af moskítóflugum, og hef enga sérstaka löngun til þess. Mér finnst þó vissulega gott að láta toga aðeins í hárið og taka á mér með ákveðnum handtökum. Það er að segja, ekki þannig að mér líði óþægilega, eins og ég sé að verða fyrir líkamsárás, en þó þannig að ég finni fyrir því að verið sé að koma við mig. Vinkona mín kom mér rækilega á óvart þegar hún sagði mér að hún hefði einu sinni stundað gróft BDSM-kynlíf en það þarf ekki að ganga svo langt til að leyfa smávegis hörku að fljóta með í rúminu.

„Ég segi alltaf að þetta séu krókar fyrir fataslá en Jakob festi þá nú reyndar upp til að hengja mig á þá,“ sagði vinkona mín eins og ekkert væri eðlilegra þegar ég heimsótti hana til Danmerkur fyrir nokkrum árum síðan þar sem hún bjó á námsárum sínum. Ég viðurkenni að ég, verandi þá harðgift húsmóðir í Hafnarfirði og föst í trúboðastellingunni, missti hökuna alveg niður í gólf og bað um nánari skýringu á þessum krókum í loftinu.

 Voru búin að ræða hversu langt mætti ganga

Sannleikurinn var sá, að sögn vinkonu minnar, að Jakob, sem var hjásvæfan hennar, væri hrifinn af BDSM og hefði stundað það lengi. Hún sagðist hins vegar aldrei hafa prófað það áður, fyrr en með honum.

Ég verð að segja að ég varð hissa; ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessi vinkona mín myndi prófa BDSM en í dag myndi ég ekki blikka auga við fréttirnar. Hún dró svo upp peysuna sem hún var í og sýndi mér bakið á sér sem var allt marið og rispað. Hún var líka marin á handleggjunum og fótunum. „Þetta lítur út fyrir að vera verra en það er. Ég hef samt ekki viljað fara í sund eða neitt,“ sagði hún.

Ég fékk smááfall við að sjá þetta og hafði áhyggjur af því að þetta væri nú ekki alveg eðlilegt og innan skynsamlegra marka. En hún fullvissaði mig um að hún hefði verið hæstánægð með þetta allt saman og þau hefðu líka haft öryggisorð þannig að um leið og hún sagði það orð hætti hann. Hún sagði líka að þau hefðu verið búin að ræða þetta í svolítinn tíma og þau hefðu líka verið búin að setja mörkin, þ.e.a.s. hversu langt hann mætti ganga í sársaukanum og hvar hennar mörk lægju.

- Auglýsing -

 Rauðar ljósaperur, pískur og leður

Það var greinilegt að Jakob hafði haft mikið fyrir því að undirbúa herlegheitin og hann sá um skipulagið frá byrjun til enda. Vinkona mín þurfti í raun bara að koma heim úr skólanum og allt var klárt fyrir leikinn. Hann hafði sem sagt mætt á svæðið með vígalega borvél til að geta borað fyrir fyrrnefndum krókum sem hann síðan festi í loftið. Hann var líka búinn að senda vinkonu minni skilaboð og segja henni að þegar hún kæmi heim úr skólanum um kvöldið ætti hún að skipta um föt og fara í fötin sem hann væri búinn að leggja á rúmið. Ef föt skyldi kalla … Gegnsæ blúndunærföt.

Þá var hann búinn að skipta um hverja einustu ljósaperu í íbúðinni og í stað hinna hefðbundnu, glæru ljósapera voru nú komnar rauðar í öll perustæði. Meira að segja inni á baðherbergi og í eldhúsinu. Og þetta hafði hann allt gert á meðan vinkona mín var grunlaus í skólanum.

- Auglýsing -

Síðan birtist hann í leðurdressi með risastóran písk, sem mér skilst að sé notaður við hestatamningar, og þá byrjaði ballið. Hann skipaði henni að skríða um gólf, hengdi hana upp á þessa margumtöluðu króka, flengdi hana, klóraði hana og guð má vita hvað, auk þess sem þau stunduðu auðvitað kynlíf líka.

Ég rifjaði þessa sögu upp með vinkonu minni um daginn og hún sagði mér að eftir þetta hefði hún ekki prófað BDSM þótt hún hefði alveg gaman af smávegis hörku í kynlífinu. Þegar ég spurði hvort hún væri til í að prófa BDSM-kynlíf aftur hristi hún höfuðið og sagði að þetta hefði verið gaman á þessum tíma, það hefði verið gaman að prófa, en nei. Hún væri alveg viss um það. En í dag, fimmtán árum síðar, hefði hún meira gaman að því að flengja bólfélagana og láta þá gegna sér heldur en öfugt.

„Einhverra hluta vegna hafa þeir samt jafnvel verið viðkvæmari fyrir þessu,“ sagði hún. „Vilja til dæmis síður láta flengja sig en taka því svolítið sem gefnu að ég vilji að þeir flengi mig.“ Ég spurði þá hvort þeir segðu bara blákalt nei þegar hún bæði um leyfi fyrir því að flengja þá og hún leit á mig forviða og sagðist aldrei biðja þá um leyfi. „Á ég kannski að gera það? Guð, ég fattaði það ekki.“ Hún sagðist einfaldlega ekki hafa spáð í að auðvitað væri rétt að spyrja karlana um þeirra óskir og mörk. Og kannski er því svolítið farið með okkur konur; ef til vill höldum við að allir karlar séu frekar til í tuskið. Og að láta tuska sig til.

En auðvitað verða allir að virða mörk og óskir annarra. Og þegar farið er að stunda kynlíf með aðeins harkalegri hætti en vanalega er gott að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðu. Ég tók því saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en hafist er handa við að krydda kynlífið með smávegis hörku.

 Þegar færist harka í leikinn er gott að hafa í huga:

-Ræðið mörkin. Hvað ert þú til í og hvað ekki? Langar þig að láta bíta þig, klóra þig, flengja þig? Eða langar þig að bíta, klóra eða flengja? Láttu hinn aðilann (eða hina aðilana) vita svo það komi ekki á óvart. Það er líka gott að það sé búið að ákveða hvaða öryggisorð eigi að nota ef tímabært er að láta staðar numið.

-Byrjið á að prófa sársaukaþröskuldinn. „Fastar“ eða „ekki alveg svona fast“ getur haft mismunandi þýðingu fyrir hvern og einn. Það er því gott að prófa sig áfram; byrja bara með smáþrýstingi og gefa tilfinningunni einkunn, til dæmis á skalanum einn til fimm, svo bólfélaginn viti hversu fast eða laust má gera.

-Ekki gleyma smurningunni. Þótt ætlunin sé að stunda aðeins grófara kynlíf er mikilvægt að muna eftir sleipiefni því það er ekkert gott við það að líða eins og verið sé að pússa mann með sandpappír.

Það borgar sig að gefa frekar nákvæmar leiðbeiningar.

-Segðu hvað þú vilt, nákvæmlega. Þig langar kannski að láta binda hendurnar á þér fyrir ofan höfuð en það er ekki nóg að segja bara; „bittu mig.“ Trúðu mér; það borgar sig að gefa frekar nákvæmar leiðbeiningar en ekki og segja bara hreint út að maður vilji láta binda hendurnar fyrir ofan höfuð og segja líka hvort manni finnist þær bundnar of fast eða of laust.

-Ávallt viðbúin/n. Ekki láta leikmunina vanta. Ef þig langar að láta binda þig með klút, hafðu hann þá kláran. Það getur slökkt á stemningunni að segja með kynþokkafyllstu röddinni: „Bittu nú hendurnar á mér saman með klút,“ en þurfa svo að biðja bólfélagann um að bíða aðeins á meðan maður gerir dauðaleit að einhverjum klút til að nota. Þannig að það er gott að hafa í huga, eins og skátarnir, að vera ávallt viðbúin/n.

-Hvar skal byrja? Möguleikarnir eru margir og það er tilvalið að byrja á því að toga í hárið, flengja, binda úlnliðina eða binda fyrir augun. Einfalt og þægilegt, og skemmtilegt! Þú getur til dæmis byrjað á að biðja bólfélagann um að binda fyrir augun á þér með einhverju mjúku (sem er þó búið að finna til áður en leikar hefjast, manstu) og hafa við þig munnmök eða toga í hárið á þér á meðan hann tekur þig aftan frá.

-Leyfðu þér að segja nei. Ef þú finnur að þú fílar ekki flengingar eða þú óttast að enda með skallabletti eftir of miklar hártoganir, þá áttu að geta sagt nei, nú er komið nóg. Ekki taka þátt í einhverju sem þú ert ekki fullkomlega sátt/ur við. Og ef bólfélaginn er ekki tilbúinn að hlusta á þínar óskir og virða þín mörk þá er hann einfaldlega ekki ákjósanlegur bólfélagi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -