Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

„Hefst þá einhvers konar tæling“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í ársbyrjun sendu íþróttakonur frá sér yfirlýsingu í tengslum við metoo-byltinguna undir yfirskriftinni Jöfnum leikinn. Undir yfirlýsinguna skrifuðu 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sem bættust þar með í hóp þúsunda íslenskra kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum sem hafa sagt stopp við kynbundnu ofbeldi, áreitni og mismunun. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, er ein af forsprökkum hópsins. Hún hefur unnið mikið með þolendum ofbeldis í starfi sínum sem félagsráðgjafi auk þess sem hún á sjálf afar erfiða lífsreynslu að baki.

Eins og svo margar konur á Hafdís Inga fleiri en eina sögu af kynferðislegri áreitni og ofbeldi en ein er sýnu alvarlegri.

„Ég var sextán ára í bænum að skemmta mér. Ég var auðvitað frekar ung til að vera þar en þetta tíðkaðist alveg á þessum tíma. Handboltaliðið mitt hafði farið saman að skemmta sér. Ég var þó lítið fyrir áfengi og drakk aldrei mikið.“

Hafdís Inga varð viðskila við liðsfélaga sína og endaði ein í bænum. Þá hitti hún félaga sinn úr Hafnarfirði og slóst í för með honum og vinum hans. Þau röltu upp Laugaveginn og enduðu í heimapartíi. „Í partíinu var einnig landsliðsmaður sem spilaði sömu stöðu og ég. Hann var níu árum eldri og ég vissi alveg hver hann var. Á þessum tíma vorum við með gott landslið sem gekk vel á stórmótum og landsliðsmennirnir voru hetjur þjóðarinnar.

Ég sat á sófanum og var svolítið feimin í þessum aðstæðum, en mér leið ekki illa. Næsta sem ég veit hefst einhvers konar tæling. Hann byrjaði að tala við mig og ég man að hann spurði mig upp úr þurru hvort ég væri á pillunni,“ segir Hafdís Inga og bætir við í kaldhæðni, „svona eins og maður gerir.“

Ítarlegt viðtal við Hafdísi er í 10. tbl. Vikunnar. 

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -