Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Hefur ekkert á móti Pétri Jóhanni eða Audda Blö

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gagnrýni sem Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, setti fram á Twitter í tengslum við forsíðuviðtal DV við Auðunn Blöndal um síðustu helgi olli fjaðrafoki þegar Hringbraut sló henni upp sem frétt á vef sínum undir fyrirsögninni Tara brjáluð yfir helgarviðtali DV við Audda Blö. Í kjölfarið fékk Tara yfir sig holskeflu fúkyrða í kommentakerfi miðilsins þar sem sett var út á útlit hennar, fötlun og holdafar. Hún segir að eðlilega líði henni ekkert alltof vel með að lesa ummælin sem hafa verið látin falla en þau staðfesti fyrir heiminum að barátta hennar eigi rétt á sér.

En út á hvað gengu þessi umdeildu ummæli sem Tara lét falla? „Ég tjáði mig um það á Twitter að ég væri þreytt á að sjá alltaf sama forréttindafólkið aftur og aftur í helgarviðtölum fjölmiðla í stað þess að reyna að leita upp fjölbreyttari flóru fólks og fá nýja vinkla inn í umræðuna. Bara eitthvað tuð í mér eins og fólk gerir oft á Twitter,“ segir hún og andvarpar.

„Það sem gerðist í kjölfarið var að Hringbraut tók þess færslu og fjallaði um hana á vef sínum undir fyrirsögninni Tara brjáluð yfir helgarviðtali DV við Audda Blö, þrátt fyrir að ég hefði ekkert verið að tala sérstaklega um DV né þetta tiltekna helgarviðtal við Auðunn.

„Ég hef ekkert persónulega á móti þeim, en mér finnst áhugaverðara fólk þarna úti til að fá í helgarviðtöl og ég hlýt að mega hafa og tjá þá skoðun.“

Ég tók það vissulega fram í umræddri færslu að menn eins og Auðunn Blöndal og Pétur Jóhann tækju mikið pláss í fjölmiðlum,“ viðurkennir hún, „en það eru svo sem engar fréttir. Ég hef ekkert persónulega á móti þeim, en mér finnst áhugaverðara fólk þarna úti til að fá í helgarviðtöl og ég hlýt að mega hafa og tjá þá skoðun.“

Fyrirsláttur til að réttlæta ofbeldi

Tara fer ekki leynt með þá skoðun að með fréttinni og framsetningunni á henni hafi Hringbraut gert hana að skotspóni reiðra netverja. Fjölmiðillinn hafi snúið út úr orðum hennar og leyft „viðbjóðnum að grassera í kommentakerfinu“, eins og hún orðar það. Þegar Tara benti á þetta í Facebook-grúppunni Fjölmiðlanördar voru margir sem tóku undir með henni í athugasemdum, á meðan öðrum fannst viðbúið og eðlilegt að hún fengi á sig harða gagnrýni. Það væri bara fylgisfiskur þess að tjá sig opinberlega.

- Auglýsing -

„Þetta er bara fyrirsláttur til að réttlæta það ofbeldi sem ég og margar aðrar jaðarsettar konur verðum fyrir,“ bendir hún á. „Þetta tvít hafði ekkert fréttagildi né átti það eitthvað sérstakt erindi við almenning. Þetta voru bara mínar pælingar og skoðanir. Ég er ekki í ábyrgðarstöðu innan fjölmiðils né í stjórnmálum þar sem ég get haft áhrif á ritstjórnir fjölmiðla eða hvaða viðmælendur þeir velja í helgarviðtöl. Ég hef ekkert ritstjórnarvald neins staðar. Ef svo væri hefði þetta svo sannarlega verið fréttnæmt og gagnrýnisvert af mér. Ég var ekki heldur að tala fyrir þá hópa eða félagasamtök sem ég tala stundum fyrir,“ segir hún og vísar þar í Samtök um líkamsvirðingu sem hún er í forsvari fyrir.

„Eini tilgangur Hringbraut var að fá smelli því það er hópur fólks þarna úti sem veit fátt skemmtilegra en taka mig fyrir og áreita mig annaðhvort beint í einkaskilaboðum eða símtölum eða óbeint á samfélagsmiðlum og í kommentakerfinu. Með því að túlka tvítið og setja fyrirsögnina upp á þann veg sem þeir gerðu var þessi hópur æstur upp í beita mig ofbeldi,“ segir hún ákveðin, „og með því að gefa kommentakerfið frjálst á þann veg sem var gert þarna eru Hringbrautarmenn meðsekir með ofbeldismönnunum.“

Lestu viðtalið við Töru í heild sinni hér.

- Auglýsing -

Mynd / Hallur Karlsson
Förðun / Elín Hanna förðunarfræðingur Urban Decay

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -