Sunnudagur 29. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Heilsubætandi frí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðsvegar um heim bjóða heilsuhæli upp á afslöppun, líkamsrækt, sólböð og fleira.

Hver hefur ekki lent í því að koma heim úr fríi bæði þreyttari og þybbnari en þegar hann fór út? Undanfarin ár hafa svokölluð heilsuhæli sprottið upp víða um heim. Þau bjóða upp hið fullkomna frí – afslöppun, líkamsrækt og sólböð. Þetta gefur þér tækifæri til að losa þig við slæma ávana og hefja nýjan lífsstíl. Það besta er að þú lítur betur út og þér líður mun betur þegar þú kemur heim. Heilsuhælin hafa ýmsar ólíkar áherslur: jóga, fjallgöngur, hermannaþjálfun og svo framvegis. Hér eru nokkrir spennandi kostir sem finnast í Evrópu.

Helsta sérstaða Shanti-Som er heildræn nálgun, þar er unnið jafnmikið að andlegri heilsu og þeirri líkamlegu.

Shanti-Som í Marbella á Spáni

Í heilsusetrinu Shanti-Som á Spáni mætir austrið vestrinu. Stuðst er við fornar hefðir og athafnir til að vinda ofan af streitu nútímans og öllum fylgifiskum hennar.

Gestir hlaða batteríin með því að stunda jóga og hugleiðslu og með fersku, hreinsandi mataræði.

Helsta sérstaða Shanti-Som er heildræn nálgun, þar er unnið jafnmikið að andlegri heilsu og þeirri líkamlegu. Gestir eru leiddir í gegnum hugleiðslu, sjálfskoðun og styrkingu. Markmiðið er að hvetja, verðlauna og fræða en aldrei að dæma.

Gestir yfirgefa setrið reiðubúnir til að breyta lífsstíl sínum til hins betra og ráða betur við streitu í sínu daglega lífi.

- Auglýsing -

Best fyrir: Þá sem eru í leit að innri friði og vilja ná betri tökum á jóga.

Frekari upplýsingar á shantisom.com.

38°N á Ibiza

- Auglýsing -

Í 38°N er lögð megináhersla á hámarksárangur án ofþjálfunar. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega hreyfingu en alls eru yfir fimm klukkustundir af hreyfingu á dag. Þau sem reka fyrirtækið bjóða upp á fjórar mismunandi gerðir heilsufría því þau trúa ekki á að eitt henti öllum og sérsníða ferðina fyrir hvern gest. Einnig leggja þau upp með að hafa hópastærðir litlar svo gestirnir fái persónulega og góða þjónustu á meðan á dvölinni stendur. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá 38°N, bæði hvað varðar lengd og gerð námskeiðs.

Best fyrir: Þá sem vilja fá góða og persónulega þjónustu.

Frekari upplýsingar á thirtyeightdegreesnorth.com.

Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá 38°N, bæði hvað varðar lengd og gerð námskeiðs.

Wildfitness á Krít

Hjá Wildfitness segja þau að náttúran sé einn öflugasti kennarinn sem völ er á.

Horft er aftur til uppruna okkar þar sem maðurinn þurfti að aðlagast erfiðum aðstæðum og lifa af í náttúrunni með aðeins hugvit og líkamsstyrk sinn að vopni.

Heilsufríið sem þau bjóða upp á byggist því á náttúrunni og þau leggja áherslu á þrennt: Wild Moving, veru í og hreyfingu í náttúrunni með aðstoð reyndra leiðbeinenda, Wild Eating, ljúffengan, hreinan og náttúrulegan mat, og Wild Living, að læra að hlusta á líkamann og finna náttúrulegan takt hans þegar kemur að hvíld, hleðslu og hreyfingu.

Markmiðið er að endurstilla og þjálfa hug og líkama þannig að gestir geti áfram notað þær lexíur sem þeir lærðu eftir að heim er komið.

Frekari upplýsingar á wildfitness.com.

Spa í Puyssentut í Suður-Frakklandi og á Mallorca

Spa gefur sig út fyrir að blanda saman líkamsrækt, jóga, hollu mataræði og næringu, nuddi og slökun til að ná frábærum árangri. Þau lofa að eftir aðeins sjö daga muntu snúa aftur heim sem ný manneskja. Mjög takmarkaður fjöldi er í hverjum hóp til að tryggja persónulega þjónustu. Hver og einn fær næringarviðtal, reglulega nuddtíma, einkaþjálfun, fjallgöngur með leiðsögn og ýmsa eintaklingsráðgjöf. Vegna þess hve einstaklingsmiðað þetta heilsufrí er þá hentar það bæði byrjendum og lengra komnum og fólki á öllum aldri.

Best fyrir: Þá sem vilja lúxus á góðu verði.

Frekari upplýsingar á inspa-retreats.com.

Gaia House í Devon í Bretlandi

Gaia House er setur þar sem iðkuð er þögul hugleiðsla. Setrið er heppilega staðsett milli hæða og hóla í Suður-Devon og þar ríkir mikil kyrrð. Boðið er upp á heilsufrí þar sem gestir fá handleiðslu og fræðslu í hefðum búddisma en sérstök áhersla er lögð á vipassana eða

The Body Camp er mjög vinsælt meðal þekktra einstaklinga í Bretlandi og lúxusinn er eftir því. Enginn ætti að láta lúxusinn blekkja sig því hér er á ferðinni alvöru, alhliða heilsuhæli.

innsæishugleiðslu. Í fríinu geta gestir aukið innri ró, visku og samkennd sína í gegnum hugleiðslu og gjörhygli. Kennarar koma hvaðanæva að og eru með gríðarmikla reynslu á bakinu.

Best fyrir: Þá sem vilja finna innri frið.

Frekari upplýsingar á gaiahouse.co.uk.

No.1 Boot Camp á Ibiza

Hér er á ferðinni alvöruæfingarbúðir og allir gestir sjá verulegan árangur. Hermannaþjálfun er iðkuð af krafti og hörku í sjö daga auk þess eru jógaæfingar og nudd notað til að tryggja vellíðun og góðan vöðvabata. Venjulegur dagur getur til dæmis einkennst af krefjandi gönguferðum um hæðir eyjunnar, styrktaræfingar, hópíþróttir og fleira. Mataræðið er strangt en samt hollt og gott.

Best fyrir: Þá sem vilja finna og sjá alvöruárangur.

Frekari upplýsingar á no1bootcamp.com

 The Body Camp á Ibiza

The Body Camp er mjög vinsælt meðal þekktra einstaklinga í Bretlandi og lúxusinn er eftir því. Enginn ætti að láta lúxusinn blekkja sig því hér er á ferðinni alvöru, alhliða heilsuhæli. Vikan hefst á þolprófi og líkamsmælingu, frekar ógnvekjandi en nauðsynlegt. Síðan eru dagarnir uppfullir af fjölbreyttri og erfiðri hreyfingu. En það sem dregur fólk helst að er maturinn sem er sérsniðinn af kokkinum Benjamin Whale. Mataræðið er 80% plöntufæði sem er síðan bætt með hágæða kjöti og fiski. Í umsögnum talar fólk um að það hafi aldrei getað ímyndað sér að heilsufæði gæti smakkast svona vel.

Best fyrir: Þá sem vilja lúxus og ljúffengan mat.

Frekari upplýsingar á thebodycamp.com.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -