Heilsusamlegt snakk | Mannlíf

Vikan

20 janúar 2018

Heilsusamlegt snakk

Hættu að kaupa kartöfluflögur, kleinuhringi, gos og ís og prófaðu þess í stað eitthvað af eftirfarandi nasli.

Þvoið sultukrukkur sem þið eruð hætt að nota og fyllið þær af hnetum, þurrkuðum ávöxtum, saltkringlum, rúsínum og fitusnauðu kexi.

Hafið ávallt heilsusamlegt snarl innan seilingar í frystinum og ísskápnum eins og léttjógúrt, litlar gulrætur, kirsuberjatómata, niðurskorna ávexti, léttost og frosin ber. Útbúið ykkar eigin frostpinna úr hollum ávaxtasafa.

Fyllið eldhússkápana af hollu snakki, t.d. fituskertu örbylgjupoppi, tómatsúpu, pítubrauði úr heilhveiti sem þið getið fyllt með grænmeti og léttsósu eða með smurosti og ferskjum (ef þið viljið sæta bragðið) og ýmsu fleira sem ykkur finnst gott og þið vitið að er hollt.

Gangið með snakk á ykkur. Setjið poppkorn, hnetur eða þurrkaða ávexti í litla poka og geymið í bílnum, töskunni og skrifborðsskúffunni í vinnunni.

Þegar krakkarnir koma svöng heim úr skólanum er tilvalið að bjóða þeim upp á mexíkóska baunaídýfu og fitusnauðar flögur, ávexti, jógúrt eða skyrdrykk.

Texti / Steingerður Steinarsdóttir

Ertu með frétt?
Hefur þú skemmtilegt efni til að koma á framfæri?

Sjá einnig

Innlent

fyrir 22 tímum

Tók alveg á taugarnar

Sjáðu 4 myndir

Vikan

fyrir 5 dögum

Íslenskt, já takk!

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is