Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Held að ég hafi eytt meiripartinum af peningunum mínum undanfarin ár í þetta safn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Transformer er málið fyrir Guðjón Orra Gunnarsson sem er tvítugur Reykvíkingur og á eitt stærsta safn Íslands af plastkörlum af tegundinni Transformer auk ýmissa annarra fígúra af svipuðu tagi.

„Transformer eru persónur utan úr geimnum sem hafa hug á að leggja undir sig orkulindir jarðarinnar. Sumir með ofbeldi en aðrir í samstarfi við jarðarbúa. Þeir dulbúa sig sem farartæki á jörðinni til þess að koma áformum sínum í kring,“ segir Guðjón Orri þegar við stöndum saman og skoðum safnið hans.

Hvenær fórstu að safna Transformer-persónum? Blaðamaður spyr andaktugur er hann virðir fyrir sér tilkomumikið safnið af umræddum geimpersónum sem Guðjón geymir á mörgum hillum. Þar er sannarlega marga sérkennilega og jafnvel háskalega náunga að sjá. „Ég var sex ára þegar ég fékk fyrsta Transformer-karlinn. Ég á hann ekki lengur en sá samskonar karl á Netinu. Hann var hins vegar svo dýr að ég lét vera að kaupa hann. Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur að geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum,“ bætir Guðjón við.

Hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni

Hver úr safninu er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég á dálítið erfitt með að velja – held samt að ég nefni Springer. Hann getur breytt sér bæði í þyrlu og bíl og er einn af þeim góðu úr Transformer-hópnum utan úr geimnum. Aðalpersónan af hinum góðu er Optimus Prime, hann er höfðingi þeirra og vill hjálpa mannfólkinu á jörðinni að nýta orkulindir sínar.“

„Ég fór að safna markvisst Tranfsformer-körlum þegar ég var tíu ára. Safnið mitt hefur geyma að minnsta kosti þrjú hundruð slíka, suma á ég í ýmsum stærðum.“

Hver er höfðingi þeirra vondu? „Hann heitir Megatron og er alltaf grár, hann á ég í nokkrum stærðum. Hann og hjálparmenn hans hafa í hyggju að drepa alla á jörðinni með ofurvopni. Hjálparpersónur Megatrons á ég líka til í safninu mínu.“

Er þetta dýrt tómstundagaman? „Já. Ég held að ég hafi eytt meiripartinum af peningunum mínum undanfarin ár í þetta safn. Ég hef reyndar líka fengið ýmsa Transformer-karla að gjöf.“

- Auglýsing -

Hefurðu verið í sambandi við erlenda safnara? „Nei, en ég er í sambandi við tvo íslenska safnara. Við höfum hist á kaffihúsi. Ég hef ekki enn séð söfnin þeirra, bara heyrt um þau. Við ræddum reyndar meira um spilakvöld þegar við hittumst, við spilum saman borðspil.“

Safnið hefur geyma að minnsta kosti þrjú hundruð Transformer-karla. Mynd/Hákon Davíð Björnsson.

Fann Transformers-borðspil í Góða hirðinum

Hefurðu farið til útlanda til að kaupa í safnið? „Já, ég hef farið margar slíkar ferðir og keypt persónur í safnið sem ekki fást hér heima. Ég hef líka skoðað mikið á Netinu og stundum keypt þar inn í safnið mitt.“

- Auglýsing -

Ertu að hugsa um að halda áfram að safna? „Já, mér finnst þetta mjög gaman og ætla ekki að hætta í bráð. Ég safna reyndar fleiru og hef sjálfur sett saman módel. Þau eru samt ekki af „ætt“ Transformer, heldur Gundam sem eru japönsk módel. Ég leita víða að einhverju í safn mitt. Um daginn var ég heppinn, fann í Góða hirðinum Transformer-borðspil sem er alveg ónotað,“ segir Guðjón, lukkulegur með að hafa fundið þennan dýrgrip.

Texti / Guðrún Guðlaugsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -