Það getur verið krefjandi að vera í parasambandi og algengt umkvörtunarefni para eða hjóna er upplifun á ójafnri verkaskiptingu á heimilinu. Íris Eik Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, skrifar um málið í sinn nýjasta pistil.
Hún segir fólk oft upplifa sig gera allt á meðan makinn gerir ekki neitt innan heimilisins.
„Algengt er að parið upplifi stöðu sína á afar mismunandi hátt. Dæmi um þetta getur verið að á meðan öðrum aðilanum finnist hann þurfa að sjá um allt upplifir hinn að það sé alveg sama hvað hann geri, það sé aldrei nógu gott. Algeng viðbrögð eru að draga sig í hlé þegar væntingar makans til verkaskiptingar eru ekki skýrar. Á sama tíma eykst kergjan hjá makanum og hann sýnir enn meiri reiði og pirring,“ skrifar Íris.
Hún segir þetta ástand geta skapað gjá í sambandinu.
Íris gefur nokkur skotheld ráð í pistli sínum varðandi það hvernig má leysa þennan vanda.
Lestu pistil Írisar í heild sinni hérna.