Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Helsinki – margbreytileg og skemmtileg borg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helsinki er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna.

Dómkirkjan í Helsinki er glæsileg bygging.

Helsinki er nútímaleg og heillandi evrópsk borg, gædd ríkulegri sögu, menningarlegri fjölbreytni, glæsilegri byggingarlist, fallegum grænum svæðum og öllu þar á milli. Hún er frábrugðin öðrum höfuðborgum Norðurlandanna vegna þess að rússnesk áhrif eru áberandi þar. Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Temppeliaukion kirkko, eða klettakirkjan, eins og hún er stundum kölluð, er staðsett í hjarta borgarinnar og var hönnuð af bræðrunum Timo og Tuomo Suomalainen seint á sjöunda áratugnum. Þegar inn í hana er komið er líkt og maður sé kominn inn í helli því veggirnir eru bæði úr heilli klöpp og hlöðnum grjóthnullungum og dagsbirta streymir inn í gegnum þakglugga á koparhvelfingunni.

Arkitektúrinn ber þess líka merki því hann er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar eru bæði innblásnar af sænskum og rússneskum stíl.

Á ráðhústorginu eru fallegt um að lítast.

Hakaniemen Kauppahalli er markaður í miðbæ borgarinnar í fallegu sögufrægu húsi. Innandyra úir og grúir af girnilegum matvælum í bland við finnskt handverk og hönnun. Það er vel þess virði að þræða gangana, sérstaklega ef maður hefur áhuga á að bragða finnskt góðgæti, eins og til dæmis rúgbrauð, hreindýrakjöt, kaalikääryleet, sem eru fylltir hvítkálsbögglar, eða mustikkapulla, sem er sætabrauð fyllt með bláberjum.

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að heimsækja Finnland án þess að fara í sána. Mörg hótel og gististaðir bjóða upp á sána og einnig eru fjölmörg baðhús úti um alla borg.

Kulttuuri-sána er almenningssána við sjóinn sem var reist þegar Helsinki hélt heimshönnunarsýninguna árið 2012. Sánað er opið frá miðvikudegi til sunnudags, frá kl. 16 til 20.

Linnanmäki-skemmtigarðurinn er nokkurn veginn í miðri Helsinki og er mjög áberandi í sjóndeildarhring borgarinnar.

- Auglýsing -

Þar standa stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar gestum til boða.

Garðurinn var fyrst opnaður árið 1950 en alla tíð síðan hafa eigendurnir unnið stöðugt að bótum, breytingum og viðhaldi.
Verð og dagskrá garðsins er breytileg yfir árið og því sniðugt að kíkja á vefsíðuna: https://www.linnanmaki.fi/

Í Linnanmäki-skemmtigarðinum eru stórkostlegir rússíbanar, fallturnar, veitingastaðir og ýmsar sýningar.

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -