Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Heppin að geta kallað Ísland elskhuga minn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ísland vakti fyrst áhuga bandaríska ljósmyndarans Gabrielle Motola þegar hún las fréttir af landinu í tengslum við efnahagshrunið.

Hún kom hingað til lands til að taka myndir af íslenskum konum og forvitnast um það hvers vegna þjóðin er svo framarlega á merinni í jafnréttismálum. Hún komst að því að útópían Ísland er ákveðin blekking en hún hefur lært að elska land og þjóð með kostum þess og göllum eftir fjögurra ára búsetu hér á landi.

„Þegar hrunið átti sér stað, að er virtist í beinni, fylgdist ég með því hvernig öllu var sópað undir teppið í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ég rakst á grein um kvenleg gildi í fjárfestingabransanum og hún vakti forvitni mína. Alþjóðlegir fjölmiðlar kölluðu íslensku leiðina kvenvæðingu bankageirans.

Ég vissi ekkert um Ísland og þekkti enga Íslendinga. Mig langaði til að komast að því af hverju ég heyrði svona mikið talað um femínisma, jafnrétti og græna orku í tengslum við landið. Ég varð að vita hvað málið væri eiginlega.“

„Voru íslenskar konur almennt með meira sjálfstraust eða var eitthvað í vatninu? Hvað í íslensku samfélagi gerði það að verkum að þið voruð svona framarlega í jafnréttismálum? Ég velti því fyrir mér hvernig fólkið hér væri og af hverju þeir hlutir sem þið sem þjóð höfðuð tileinkað ykkur væru ekki sjálfsagðir annars staðar í heiminum.“

Það sem upprunalega átti að vera myndasería varð að heilli bók, An Equal Difference, þar sem Gabrielle ræddi meðal annars jafnréttismál við íslenskar konur og karla og stærstu fyrirmyndirnar í þeim málum hér á landi. Allt frá Vigdísi Finnbogadóttur, Möggu Pálu og Margréti Frímannsdóttur yfir í yngri listamenn og allt þar á milli.
Í bókinni fjallar hún meðal annars um íslenska menntakerfið, hegningarmál, pólitík, tónlistarheiminn, sundlaugamenninguna og á náin samtöl við rjóma íslensku þjóðarinnar.
Þegar Gabrielle er spurð hvað hún lærði helst á því að skrifa bókina, liggur ekki á svari. Hún er hætt að sjá Ísland í rósrauðu ljósi, enda kynnst bæði kostum þess og göllum síðan hún flutti hingað fyrir fjórum árum síðan. „Ef ég hef lært eitthvað eftir að ég fór að búa hérna er það að hvar sem manneskjur eru, eru manneskjuleg vandamál. Þrátt fyrir að Ísland fái reglulega mjög jákvæða umfjöllun í erlendu pressunni er augljóst að hér eru líka mjög manneskjuleg vandamál, eins og hvar sem er annarsstaðar.

„Tölfræðin sýnir að græðgi og spilling eru algengt vandamál hér en það er ekki nærri jafnoft talað um það eins og tölfræðina á bakvið jafnréttismálin, sem ein og sér segja auðvitað bara hálfa söguna. Heimurinn fær ekki að heyra um ljósmæðradeiluna eða hvernig húsnæðið eru selt undan íbúum miðbæjarins sem hafa búið þar í áratugi en voru of fátækir til þess að kaupa þegar túrisminn fór á flug.“

„Borgin býr til hjólreiðastíga sem gagnast fólki í mesta lagi þrjá mánuði á ári á meðan spítalarnir loka á sumrin vegna fjársveltis. Fólk býr í gámum og tjöldum, af hverju fær heimurinn bara að heyra um 101 en ekki 111?“

 

- Auglýsing -

Hægt er að lesa viðtalið í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Helga Kristjáns.

Myndir / Hallur Karlsson.

- Auglýsing -

Förðun / Björg Alfreðs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -