Sunnudagur 5. janúar, 2025
-8.2 C
Reykjavik

„Hin sanna Thelma komin í ljós“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Thelma Ásdísardóttir varð landsþekkt þegar Gerður Kristný skráði sögu hennar. Síðan hefur hún unnið ötullega að því að hjálpa brotaþolum ofbeldis. Hún hefur þó ekki eingöngu tekist á við andlegar afleiðingar ofbeldisins en síðastliðið eitt og hálft ár hefur hún einbeitt sér að því að koma líkamanum í form og árangurinn er ótrúlegur, 74 kíló horfin og líðan hennar er betri en nokkru sinni fyrr.

„Ég er búin að vera að gera alveg helling fyrir sjálfa mig,“ segir Thelma og ljómar öll. „Ég var lengi í mikilli ofþyngd, var bara vel feit og hef aldrei verið feimin við að viðurkenna það, lít ekki á það sem neina skömm. Fyrir mér var þetta bara staðreynd; ég var feit og þurfti að taka á því.“

Thelma á forsíðu 33. tölublaðs Vikunnar.

Hvað hún hafi gert til að koma líkamanum í betra horf segir Thelma að hún hafi tekið á nánast öllum þáttum sem hafi verið í ólestri.

„Ég hafði vitað það í nokkurn tíma að þetta væri verkefni sem kæmi að því að ég myndi fara í,“ segir hún. „Ég fann að líkama mínum leið ekki eins og honum átti að líða, hann var ekki í sínu rétta elementi. Þannig að ég undirbjó mig vel, gerði áætlun og ákvað að taka þetta í skrefum en ekki kasta mér í einhver glórulaus læti. Ég hafði prófað það áður og veit að svona kúrar og einfaldar töfralausnir virka náttúrlega bara alls ekki til lengdar þannig að ég skoðaði hvað virkar fyrir mig.“

Tók sykurinn út

Mynd / Hákon Davíð

Beðin að útlista það hvað nákvæmlega hún hafi verið að gera er Thelma snögg til svars, enda segir hún að sér finnist óskaplega gaman að tala um þá leið sem hún hefur farið.

„Fyrsta skrefið var að auka vatnsdrykkju,“ útskýrir hún. „Ég hef reyndar alltaf verið dugleg við að drekka vatn en ég ákvað að halda betur utan um það. Svo fór ég að ganga og ég gleymi aldrei fyrsta göngutúrnum sem var um það bil fjögur hundruð metrar, því eftir hann leið mér eins og ég hefði klifið fjall. Núna geng ég hiklaust tíu kílómetra á dag án þess að finna fyrir því, þannig að ýmislegt hefur breyst.“

- Auglýsing -

Fyrsta skrefið í nýjum lífsháttum tók Thelma í febrúar 2018, fyrir einu og hálfu ári, en það er ár síðan hún tók sykurinn út og hún segir að það hafi eiginlega verið fyrst þá sem hún fór að sjá verulegan mun á sér. „Þegar þetta var allt komið saman, fastan, sykurleysið og hreini maturinn, fóru stórir hlutir að gerast,“ segir hún. „Síðan ég tók sykurinn út hafa 63 kíló farið en í heildina eru farin 74 kíló, þannig að það er farinn heill karlmaður af konunni.“

Þetta og margt fleira segir Thelma í áhugaverðu forsíðuviðtali í nýjustu Vikunni.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson
Förðun / Hildur Emilsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -