Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hinn fullkomni morgunmatur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tillögur að hollum og góðum morgunmat.

Egg eru einstaklega prótínrík og holl fæða sem er tilvalið að neyta á morgnana.

Chia-grautur
Chia-fræ eru einstaklega næringarrík fæða en þau innihalda bæði nóg af kalki og pró­tíni og hafa oftar en ekki verið kölluð ofurfæða. Þau geta dregið í sig allt að tífalda þyngd sína af vökva og eru þannig seðjandi en jafnframt auðmeltanleg. Gott er að undirbúa chia-graut kvöldið áður og setja kúfaða matskeið af chia-fræjum og 100 ml af vökva, hægt að nota vatn, möndlumjólk eða hvað sem þig lystir, í skál eða nestisbox og inn í ískáp. Morguninn eftir munu chia-fræin hafa drukkið í sig mestallan vökvann og þá má bæta við þeim ávöxtum sem eru við höndina.

Hafragrautur
Hafragrautur er ákaflega hollur og saðsamur morgunmatur. Hann inniheldur mikið af trefjum en þær eru ekki meltar eða frásogaðar heldur fara þær í gegnum meltingarkerfið og draga í sig vökva. Hafrar geta ýmist verið litlir og stórir, grófir og fínir, glúteinlausir eða lífrænir, hver og einn verður að velja þá hafra sem hentar honum best. Sumum þykir hafragrauturinn bestur upp á gamla mátann, soðinn með ögn af salti, en einnig er hægt að bæta ávöxtum og skyri saman við eftir að grauturinn er soðinn eða sjóða epli og kanil með höfrunum.

Hristingur
Undanfarin ár hafa vinsældir hristinga og safa aukist til muna og algengt er að fólk fái sér slíkt í morgunmat eða í millimál seinnipart dags. Þó að það sé hægt að kaupa góða hrisitinga í ýmsum verslunum er einnnig auðvelt að gera gómsætan hristing heima, það eina sem til þarf er blandari eða matvinnsluvél. Blandaðu um það bil 300-400 ml af vökva, hægt að nota kókosvatn, möndlumjólk, kranavatn eða safa, og þeim ávöxtum og grænmeti sem þú vilt nota saman í blandara. Ekki sleppa grænmetinu því það gerir hristinginn hollari og næringarríkari, gott er að hafa það fyrir reglu að hafa að minnsta kosti eina tegund grænmetis. Einnig getur verið gott að nota prótínduft eða einhvers konar hnetusmjör út í en þá er betra að bæta dálitlu vatni saman við. Til þess að auka sætu er hægt að nota döðlur eða fljótandi steviu.

Egg
Egg eru einstaklega prótínrík og holl fæða sem er tilvalið að neyta á morgnana. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir á ávinningi þess að fá sér egg í morgunmat, fram yfir kornmeti, og hafa þær allar sýnt að eggin verða til þess að fólk borðar færri hitaeiningar í hádeginu og það sem eftir er af deginum. Eggin eru einfaldlega svo mettandi að einstaklingar borða minni skammta. Einfalt er að grípa með sér eitt eða tvö harðsoðin egg og borða í morgunmat ásamt einhverju góðu grænmeti, til dæmis avókadó, en einnig er sniðugt að útbúa eggjahræru með því grænmeti og kjöti sem maður vill.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -