Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hjartsláttur handritsins þarf að vera sannur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Erlingssson er handritshöfundur barnateiknimyndarinnar Lói, þú flýgur aldrei einn, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í fullri lengd hér á landi. Kvikmyndin, sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins tók rúm sex ár í framleiðslu og er önnur dýrasta teiknimynd sem gerð hefur verið hér á landi.

Friðrik segir hugmyndina að handritinu hafi kviknað á Eyrarbakka. „Maður þarf ekki að dvelja lengi á Eyrarbakka til þess að verða var við farfuglana. Þeir eru áberandi bæði á vorin þegar þeir koma að landinu og svo á haustin þegar þeir hópast niður í fjöru áður en þeir hefja langflugið suður á bóginn. Rétt fyrir norðan Eyrarbakka er svo eitt stærsta fuglafriðland í Evrópu, svo þeir eru mjög nálægir á Bakkanum og söngur þeirra er viðvarandi yfir sumarið, bæði á nótt sem degi. Hinar mismunandi fuglategundir eru líka mjög afgerandi og skemmtilegar persónur og hver tegund með sinn eigin persónuleika, tjaldurinn og stelkurinn eru báðir svolítið taugaveiklaðir, spóinn yfirvegaður, hrossagaukurinn alltaf að segja brandara og kvikindislegur hlátur stokkandanna hljómar úr sefi einhvers staðar.

Sagan snýst að stórum hluta um baráttu upp á líf og dauða, og dauðinn kemur við sögu, því hann er jú órjúfanlegur hluti af lífinu og þá ekki síst í hinni hörðu lífsbaráttu farfuglanna. Hins vegar er dauðinn viðkvæmt umfjöllunarefni í mörgum samfélögum og margir erlendir framleiðendur eru viðkvæmir eða hræddir við að standa að sögum sem búa yfir íslenskri hreinskilni í þessum efnum.“

Friðrik segir sögur fyrir börn mikilvægustu verkefni allra höfunda, hvort sem um er að ræða bækur eða kvikmyndir. „Það er stór ábyrgðarhluti að semja sögu fyrir börn eða unglinga, því fólk á þessum aldri er alla jafnan opnara, einlægara og hrekklausara heldur en fullorðið fólk.
Ef höfundar geta ekki sagt sögur frá hjartanu, þá ættu þeir ekki að skrifa fyrir ungt fólk. En sögur sem koma frá hjartanu munu snerta við öðrum hjörtum, og þá hefur sagan öðlast raunverulegan tilgang.”

Ítarlegt viðtal við Friðrik má finna í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -