Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hugað að heilsunni í vinnunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikilvægt er að huga vel að heilsunni á meðan við erum í vinnunni.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá eyðum við bróðurparti tíma okkar í vinnunni. Þess vegna er mjög mikilvægt að huga vel að heilsunni á meðan við erum á skrifstofunni. Hér eru nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga.

Alltaf við höndina
Ofþornun getur haft áhrif á starfsemi líkamans á margan hátt og eitt einkenni er einbeytingarleysi og þreyta. Til að tryggja að við drekkum nægilegt vatn yfir daginn er sniðugt að vera með vatnsbrúsa á skrifborðinu. Ósjálfrátt förum við að fá okkur einn og einn sopa þannig að áður en við vitum af erum við búin að drekka tvo lítra af vatni, eða ráðlagðan dagskammt.

Hollur kostur
Þegar mikið er að gera þá hættir okkur til að grípa eitthvern fljótlegan mat sem er oftar en ekki óhollur. Gott ráð til að sporna við þessu er að skipuleggja nesti kvöldið áður. Ýmist er hægt að nota afganga frá kvöldmatnum eða gera einfalda rétti, svo sem pastasalat, samloku, skyr með múslí og svo framvegis.

Rétt staða
Það er mjög mikilvægt að passa að sitja rétt við skrifborðið sitt ásamt því að tölvuskjárinn, lyklaborðið og músin séu á réttum stað. Því ef þessi atriði eru röng þá er hætt við að við fáum vöðvabólgu, tennisolnboga og ýmsa fleiri kvilla. Mörg fyrirtæki hafa tekið í gagnið upphækkanleg skrifborð sem ýmist er hægt að standa og sitja við. Þannig getur fólk ráðið sinni vinnustöðu sjálft.

Gakktu um gólf
Það eitt að standa upp og fara á salernið eða ná í kaffibolla getur komið blóðflæðinu aftur í gang og slakað á huganum. Ef þú hefur val reyndu að velja þá kaffivél eða salerni sem er hvað lengst frá vinnustöð þinni þannig að þú fáir sem mesta hreyfingu út úr þessari pásu. Eins er mikilvægt að sleppa lyftunni og fara frekar stigann þegar það er hægt.

Hugsaðu vel um augun
Við getum ofreynt augun með því að stara allan daginn á upplýstan tölvuskjá eða snjallsíma. Gott er að hafa 20-20-20 þumalputtaregluna í huga, það er að taka 20 sekúndna pásu á 20 mínútna fresti og leyfðu augunum að renna yfir eitthvað í um 20 feta fjarlægð, um það bil sex metra. Þetta slakar á spennu í öllum smáu vöðvunum í augunum.

- Auglýsing -

Fáðu ferskt loft
Það eitt að stíga út fyrir hússins dyr og anda að sér fersku lofti getur gert kraftaverk fyrir einbeitingu og framleiðni – hvað þá ef þér tekst að hreyfa þig aðeins utandyra líka. Í stað þess að eyða öllum hádegismatnum í það að borða og kjafta inni á kaffistofu ættirðu að standa upp og taka tuttugu mínútna göngutúr um næsta nágrenni, þú verður mun kröftugari á eftir.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -