Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Hvað er hægt að lesa úr líkamstjáningu?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allir tjá sig með líkamanum á einhvern hátt og alþjóðlegu svipbrigðin sem flestir skilja er gleði, leiði, hræðsla, andstyggð, undrun og reiði. Gæta verður að aðstæðum þegar greina á líkamstjáningu, þar sem einhver sem nuddar augu sín getur verið með ertingu í auga í stað þess að viðkomandi sé þreyttur eða í uppnámi. Eins getur sá sem er með krosslagðar hendur verið að reyna að halda á sér hita frekar en að vera í varnarstöðu.
Hafa verður í huga erfitt getur verið að lesa í líkamstjáningu en hér eru nokkrar leiðbeiningar.

 

Ef viðkomandi …

… horfir til hægri og upp getur það verið merki um lygar. Þessi augnhreyfing er tengd hægra heilahvelinu sem er ímyndunar- og sköpunarheilahvelið. Hún gæti verið merki um tilbúning ef manneskjan á að vera að segja frá staðreyndum.

… horfir til hægri og niður efast viðkomandi mögulega um eigin tilfinningar. Þessi augnagota er tengd sköpunargleðinni en þetta er ekki merki um uppspuna. Aðrar hreyfingar líkamans segja meira til um þetta merki.

… horfir beint í augu viðmælanda á meðan talað er, er það yfirleitt merki um sannsögli. Hins vegar eru vanir lygarar gjarnir á að horfa beint í augu viðmælanda einmitt út af þessu.

… brosir með hallandi höfuð og horfir upp er það merki um stríðni og glettni.

… bítur í vör sína getur það verið merki um taugaspennu eða stress. Það gæti verið vegna mikillar einbeitingar en líklegra er það vegna kvíða.

- Auglýsing -

… er með krosslagðar hendur þá getur hann eða hún verið í varnarstöðu eða treg(ur) til einhverra gjörða. Þetta getur líka verið merki um að viðkomandi sé að búa til vegg milli sín og viðmælanda. En orsakirnar geta verið margvíslegar. Allt frá leiðindum til fjandskapar eða jafnvel að viðkomandi sé of þreyttur til að sýna mikinn áhuga. En fólk getur líka krosslagt hendur þegar því er kalt.

… krossar, önnur höndin yfir búkinn og heldur í hina sem liggur niður með hlið búksins, er það merki um óróleika. Kvenmenn gera þetta miklu frekar en karlmenn og þetta er varnarmerki, eins ef viðkomandi umfaðmar sjálfa/n sig.

… bendir á viðmælanda er það merki um ágengni eða áherslu. Það er talið vera merki um að vera tilbúinn í átök. Algengt er að eldra fólk geri þetta við það yngra. Ef sá sem bendir er að benda á aðra eldri manneskju er það talið bera merki um hroka og litla sjálfsstjórn. Ef manneskjan bendir og blikkar augum á sama tíma er það hins vegar merki um viðurkenningu.

- Auglýsing -

… gerir hring með vísifingri og þumalputta er það merki um ánægju og að allt sé í lagi. Þetta merki er svipað og þegar maður setur báða þumla upp í loft. Þetta getur líka merkt að eitthvað sé akkúrat eins og það á að vera.

… klórar sér í nefinu á meðan talað er, er merki um lygar eða ýkjur. Að klóra sér í nefinu er varnarmerki, nema auðvitað ef viðkomandi virkilega klæjar í nefið. Þetta er oft gert þegar verið að rifja upp atburði.

… borar í nefið er það merki um að hann eða hún sé að dreyma dagdrauma, ekki að fylgjast nógu vel með eða undir álagi. Algengt er að fullorðnir bori í nefið en það er ekki talið hjálpa manni í félagslífinu og er því yfirleitt gert í einrúmi. Hins vegar ef fólk gerir það innan um aðra getur það verið merki um mismunandi hugarástand en ekkert af þessu er jákvætt.

… er með krosslagðar fætur getur það verið merki um lítinn áhuga eða varúð sem getur stafað af ógn eða óöryggi. Hins vegar er þetta stelling sem margir sitja í og því er vert að hafa vara á þegar greina á hana.

… situr með útglennta fætur er það merki um hroka og getur stellingin verið álitin kynferðisleg. Karlmenn eiga það oftar til að sitja svona en kvenmenn. Stellingin sýnir mikið sjálfsöryggi og ekki er algengt að karlmenn sitji svona við formlega atburði, þar sem hún er álitin kynferðisleg. Stellingin lætur fólk líka líta út fyrir að vera stærra þar sem það tekur meira pláss. Ef handleggirnir eru einnig í opinni stellingu, eykur það á ímynd sjálfsöryggisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -