Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hvenær byrjuðu brennur á Íslandi?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áramótabrennur hafa þekkst á Íslandi frá því að skólapiltar úr Hólavallaskóla söfnuðu saman tunnum og öðru timburrusli árið 1791 og kveiktu í á hæð sem þeir kölluðu Vulcan (eldfjall) en þar er sennilega átt við Landakotshæð. Fram að þeim tíma þótti timbur og annar eldiviður einfaldlega of dýrmætur til að sóa í slíkt.

Rúmlega hálfri öld síðar voru brennur orðnar nokkuð algengar og hefð fyrir því að dansa álfadans kringum þær. Sá siður á reyndar rætur að rekja til ársins 1871 þegar skólapiltar við Lærða skólann frumsýndu leikritið Nýársnótt en í því koma álfar við sögu. Piltarnir tóku sig síðan til á gamlárskvöld, ásamt stúdentum þaðan og frá Kaupmannahöfn, og klæddu sig upp sem álfa, gengu niður að Tjörninni í Reykjavík með blys í hendi, dönsuðu og sungu álfasöngva.

Þess má geta að í um þessi áramót verða áramótabrennur á tíu stöðum í Reykjavík, eins og verið hefur undanfarin ár. Upplýsingar um staðsetningu þeirra er að finna á vef Reykjavíkurborgar. Eldur er borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á flestum brennum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -