Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Hver dagur er barátta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ár er nú síðan Ólafía Kristín Norðfjörð kom fram fyrir alþjóð í þáttunum Biggest loser en margir tengdu við þessa tveggja barna móður sem þráði að ná tökum á heilbrigðari lífsháttum.

Tildrög þess að Ólafía tók þátt var alvarlegt fæðingarþunglyndi og kvíði sem hafði háð henni verulega. „Mér líður stundum eins og fólk sé að bíða eftir því að ég missi tökin til þess eins að geta sagt: „Ég vissi að þetta myndi gerast”. En ég reyni að hugsa sem minnst um það. Ég vill fyrst og fremst vinna í sjálfri mér og veit manna best hvað er rétt og hvað er rangt, öðrum kemur hreinlega ekkert við hvort ég sé að viðhalda árangri eða ekki. Auðvitað er öllum velkomið að fylgjast með en ekki ef markmiðið er að dæma mig fyrir það hver ég er eða hvernig ég kýs að takast á við hlutina.“

„Í gegnum þetta ferli ég hef tekið umtali talsvert inn á mig og fundist fólk vera að dæma mig persónulega en sem betur fer hafa neikvæðu raddirnar verið á undanhaldi.“

„En ég lagði mig líka fram við að hlusta betur á það jákvæða sem fólk vildi segja. Flestir voru almennt ánægðir með keppnina og fannst gaman að fylgjast með þessu öllu saman. Að mínu mati er þetta frábær leið til þess að öðlast betri lífsgæði en fólk verður að ganga inn í ferlið með það hugarfar að það ætli að breyta lífi sínu til langtíma.“

„Ég reyndi að hugsa sem minnst um þetta sem sjónvarpsþátt og mæli með að sem flestir tileinki sér þá hugsun.“

„Það eru nefnilega margir sem eru ekki þarna á réttum forsendum eða með það að leiðarljósi að ætla sér alla leið inn á við. Þetta er í grunninn spurning um það. Þetta snýst ekki bara um að missa ákveðinn fjölda kílóa heldur líka að skoða inn á við sem reynist oft og tíðum erfiðara en líkamlega breytingin. Ég á hins vegar erfitt með að svara því hvort ég myndi gera þetta aftur því ég vona svo innilega að ég muni aldrei þurfa á því að halda. Að mínu mati snýst þetta allt um hugarfar því ég hef líka barist við matarfíkn, það að geta hreinlega ekki staðist mat og verða að fá mér eitthvað en þar kemur hugarfarið svo sterkt inn.“

„Ég hef sýnt það og sannað að þú getur sigrast á matarfíkn með hugarfarsbreytingu þó það geti oft verið þeim mun erfiðara enda getur hausinn oft verið svo vondur viðureignar.“

„Með viljann að vopni og rétta hugsun getur þú samt allt sem þú ætlar þér. Sjálf var ég lengi vel í afneitun hvað þessa hluti varðar. Eftir að ég mætti til leiks í keppnina brotnaði ég algjörlega niður. Ég þakka Gurrý fyrir alla þá áherslu sem hún lagði á andlegu hliðina. Ég þurfti að kyssa botninn til þess að geta spyrnt mér almennilega upp aftur. Þetta er búið að vera virkilega erfitt ferli sem ég er enn að vinna í en nú í lok sumars þurfti ég aftur að kyngja stoltinu og byrja aftur á lyfjunum. Kvíðinn var búinn að taka algjörlega yfir og ég hætt að ráða við andlegu hliðina, aftur. Í dag er hver dagur barátta. Bara það að mæta í vinnu, sinna stelpunum sem ég elska meira en allt og rækta sambandið við Þröst, mæta á æfingar og í raun hvað sem er, allt er erfitt en ég leyfi erfiðu dögunum að koma því þeir eru líka góðir og ég veit að ég kemst í gegnum þá. Ég leyfi mér líka að gráta því það hjálpar. Ég hef sigrað kvíðann einu sinni og ætla að gera það aftur. ”

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Mynd / Hallur Karlsson.
Förðun / Björg Alfreðs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -