Mánudagur 20. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

„Hver nennir að horfa á hamingjusamt fólk heilan vetur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sænska stjarnan Josephine Bornebusch er sannkallað hæfileikabúnt en hún skrifar handritið, leikstýrir og leikur í gamandramanu Älskar mig, eða Elskaðu mig og sýndir eru á streymisveitunni Viaplay. Þar leikur hún m.a. á móti hinum sænsk-íslenska Sverri Guðnasyni. Josephine er í einkaviðtali við Vikuna.

Hún er brosmild og glettin þar sem hún segir frá sjálfri sér. „Ég hef alltaf verið skrifandi. Ég skrifaði mitt fyrsta handrit fyrir 20 árum eða svo. Það var ekki mjög gott en samt … Nokkrum árum seinna öðlaðist ég sjálfstraust til þess að leyfa öðrum að lesa yfir, fékk jákvæða umsögn og ég hef verið að skrifa síðan. Fyrir sex árum hafði sænskt kvikmyndafyrirtæki samband við mig og bað mig um að skrifa fyrir sig. Ég skrifaði þáttaseríu um kvenkyns uppistandara, sögu þar sem ég þekkti til. Þeir vildu að ég leikstýrði þáttunum og léki í þeim og frá þeim degi vissi ég að þetta var það sem mig langaði til að gera.“

Safnar sögum

Hvar fékkstu hugmyndina að þáttunum Elskaðu mig? „Ég fæ yfirleitt hugmyndir og innblástur úr mínu nánasta umhverfi, frá vinum mínum og fjölskyldu eða frá sögum sem mér hafa verið sagðar eða ég hef heyrt af. Ég safna í raun sögum.“

„Ég fæ yfirleitt hugmyndir og innblástur úr mínu nánasta umhverfi, frá vinum mínum og fjölskyldu eða frá sögum sem mér hafa verið sagðar eða ég hef heyrt af. Ég safna í raun sögum.“

Hún segir að önnur serían sé dálítið myrkari en sú fyrsta þar sem allar sögurnar fengu góðan og farsælan endi. „Við þekkjum til persónanna og í annarri seríu má segja að við köfum betur ofan í þær. Lífið er flókið í einfaldleika sínum. Ég meina hver nennir að horfa á hamingjusamt fólk í heilan vetur,“ segir hún og hlær en Josephine segir ýtarlegar frá starfi sínu í nýjustu Vikunni.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -