Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Í bikiníform með því að eiga líkama og klæðast sundfötum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þjálfarinn Ragga Nagli minnir á að til að komast í bikiníform sé nóg að eiga líkama og „strengja Speedo sundspjör yfir hann“.

 

„Naglinn fór á ströndina um helgina. Og það án þess að byrja að undirbúa sig fyrir 14 dögum eins og bleiku miðlarnir hafa hamrað á. Án þess að kolvetnasvelta. Án þess að dítoxa. Án þess að borða bara skyr, kjöt og grænmeti í tvær vikur. Án þess að vatnslosa eða fasta. Án þess að losa út hvern dropa af vessa í skrokknum með spínati og selleríi,“ skrifar þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, nýlega í færslu á Facebook.

Með pistlinum minnir hún á mikilvægi þess að stunda góðar heilsuvenjur án allra öfga. Hún mælir eindregið gegn því að fólk fari í öfgafulla megrunarkúra áður en sundfatatíminn rennur upp.

„Því það er mikilvægara að viðhalda heilbrigðu sambandi við mat allt árið um kring.
Því það er mikilvægara að fokka ekki í grunnbrennslunni bara til að láta glitta í hold á sandi drifnu landi. Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga. Því þegar við ýtum pendúlnum of fast í eina átt þá kemur hann af öllu afli til baka.“

„Því það er mikilvægara að stunda sínar góðu heilsuvenjur án allra öfga.“

Hún bætir við að skaðleg skilaboð komi úr öllum áttum. „Slík skilaboð geta búið til ævilangt raskað samband við spegilmyndina. Þar sem ‘Ekki-nógan’ lekur útúr hverjum miðlinum af öðrum, ekki nógu grönn, ekki nógu fit, ekki nógu sterk, ekki nógu stór brjóst eða þrýstinn rass, væri fjölmiðlum meira til sóma að hvetja konur til að standa stoltar í eigin skinni í örspjör. Að valdefla frekar konur til að taka meira pláss í veröldinni, en ekki blandast saman við umhverfið eins og rjúpan að fela sig fyrir fálkanum. Og borða fjandakornið það sem þig langar í áður en þú hysjar brók upp yfir rass og strappar brjósthaldara yfir geirvörtur. Þú kemst í bikiníform með að eiga líkama og strengja Speedo sundspjör yfir hann.“

Færslu Röggu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -