Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Í opnu sambandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í borginni St. Petersburg á Flórída er safn sem er tileinkað einum virtasta og umdeildasta málara heims.

Dalí nam myndlist í Madríd og varð á námsárunum þegar þekktur fyrir að vera sérvirtingur auk þess sem myndir hans vöktu strax athygli.

Það er stærsta safn meistarans utan Spánar og hýsir að mestu einkasafn vinahjóna hans, Reynolds og Eleanor Morse, auk ljósmynda úr lífi Dalís og Gölu, eiginkonu hans.

Stuttu áður en Reynolds og Eleanor Morse giftu sig árið 1942 fóru þau á sýningu á verkum Dalís í Cleveland, Ohio. Þau féllu fyrir listamanninum og keyptu sitt fyrsta verk eftir hann ári seinna. Þetta varð upphafið á söfnun þeirra á upprunalegum verkum Dalís og að áralangri vináttu milli þessara hjóna. Verkin höfðu þau á heimili síni í Cleveland til ársins 1971 en þá opnuðu þau safn við hliðina á skrifstofuhúsnæði sínu í Beachwood, Ohio. Þeim varð hins vegar um megn að taka á móti þeim fjölda gesta sem sóttu safnið og ákváðu að flytja safnið á ný í lok áttunda áratugarins. Eftir mikla leit sem vakti þjóðarathygli völdu Morse-hjónin safninu stað í vörugeymslu við höfnina St. Petersburg sem opnaði árið 1982.

Árið 2008 var safninu svo valinn nýr staður og glæsileg bygging sem arkitektinn Yann Weymouth hannaði var tekin í notkun árið 2011. Byggingin er það sterkbyggð að hún á að standa af sér fellibyl af stærðargráðunni fimm.

The Hallucinogenic Toreador sem Dalí málaði 1968-70.

Á safninu eru meira en 2000 listaverk – olíuverk, vatnslitamyndir, teikningar, skúlptúrar og fleira. Af þeim átján meistaraverkum sem Dalí gerði eru átta staðsett í þessu safni. Flest af þekktustu verkum Dalís eru í súrrealískum stíl og því kemur mörgum gestum safnsins á óvart hve gríðarlega fjölbreytt verk hans eru.
Fyrstu verk hans voru landslags-, andlits- og kyrralífsmyndir á meðan verk sem hann gerði síðar á ævinni voru meðal annars trúarlegs eðlis og þau sem sýna tvær myndir í einni. Síðan komu sjónhverfingar, sterk form og þrívídd inn í verk hans. Á safninu eru myndir sem gefa góða innsýn í öll þessi tímabil.

Meðal verka sem þið ættuð alls ekki að láta fram hjá ykkur fara eru Slave Market with the Disappearing Bust of Voltaire og Old Age, Adolescence, and Infancy (The Three Ages), súrrealískar myndir sem blekkja augað.
Hægt er að verja klukkustundum fyrir framan stærstu meistaraverkin eins og The Hallucinogenic Toreador sem Dalí málaði 1968-70, The Discovery of America by Christopher Columbus frá árinu 1959 og The Ecumenical Council sem hann málaði árið 1960. Einnig er vert að nefna verkið Gala Contemplating the Mediterranean Sea which at Twenty Meters Becomes the Portrait of Abraham Lincoln frá árinu 1976 sem er gott dæmi um mynd sem hefur tvær í einni.

Hið glæsilega safn er að finna í borginni St. Petersburg á Flórída. Mynd / www.commons.wikimedia.org

Gala eiginkona Dalís er viðfangsefni í mörgum mynda hans en hún fylgdi honum alla tíð og sá til þess að hann gæti algerlega einbeitt sér að myndlistinni. Þau bjuggu ýmist í Bandaríkjunum eða á Spáni og litu á Ameríku sem sitt annað heimili. Þessa síðastnefndu mynd málaði Dalí á hótelherbergi í St. Régis-hótelinu í New York. Myndin er óður til landsins sem gaf honum skjól á meðan borgara- og heimstyrjaldir geysuðu í Evrópu.

- Auglýsing -

Þess má geta að samband þeirra hjóna var enginn dans á rósum. Þau voru í opnu sambandi og það vakti oft upp afbrýðisemi og leiddi til illdeilna.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -