Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Inn og út af gjörgæslu, engin greining, stanslaus barátta 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Ásrún Albertsdóttir hefur aldrei verið hrædd við að taka U-beygjur í lífinu, hefur starfað sem ljósmóðir lengi, verið þáttastjórnandi í útvarpi og sjónvarpi, rekstrarstjóri Jarðbaðanna við Mývatn auk þess að vera vinsæl söngkona og er nú, rúmlega sextug að ljúka mastersnámi sem RIM-leiðbeinandi. Þessi síðasta kúvending er afleiðing af alvarlegum veikindum sonar hennar sem stóðu yfir í þrjú ár og mættu fordómum innan heilbrigðiskerfisins.

„Engin sjúkdómsgreining fékkst og þetta var bara algjör martröð,“ segir Eva Ásrún í viðtalinu. „Sonur minn fékk þessi hræðilegu verkjaköst sem stóðu upp undir fimm tíma og engin lyf virkuðu á og á endanum þurfti að flytja hann inn á gjörgæslu og svæfa hann. Ég lendi þarna strax í baráttu þar sem við upplifðum fordóma innan heilbrigðiskerfisins. Tek það fram að hann hafði alveg yndislegan, ábyrgan lækni sem er algjörlega frábær, en það voru ansi miklir fordómar fyrir þessum veikindum vegna þess að það vissi enginn hvað olli þeim og sumir drógu þá ályktun að þetta væri eitthvað geðrænt. Á einum punkti var hann sendur heim en var svo kominn samdægurs aftur niður á gjörgæslu, til dæmis. Ég áttaði mig á því að ég var komin í stanslausa baráttu og gat ekki vikið frá honum, ég gisti margar nætur á spítalanum.

„Eftir að hann hafði verið að lenda inn og út af gjörgæslunni nokkrum sinnum endaði það með því að einn læknirinn þar bara snappaði og ákvað að það ætti að leggja drenginn inn á bráðageðdeild.“

Læknarnir voru allir af vilja gerðir að leita en þeir bara fundu ekki neitt. Og þegar ekki er vitað hvað er að verða hlutirnir fyrst vandasamir því þá veit enginn hvað á að gera við hann. Eftir að hann hafði verið að lenda inn og út af gjörgæslunni nokkrum sinnum endaði það með því að einn læknirinn þar bara snappaði og ákvað að það ætti að leggja drenginn inn á bráðageðdeild. Það hefur aldrei verið neitt að honum geðrænt svo við foreldrarnir sögðum bara þvert nei og hann samþykkti það heldur ekki sjálfur. Læknirinn hans var erlendis á þessum tíma og læknirinn sem var á vakt á hjartadeildinni, eftir að hann var sendur þangað, tók ekki vel á móti honum þannig að honum fannst hann vera óvelkominn, enda fékk hann þau skilaboð að hann væri að taka pláss frá öðrum og ætti bara að vera á geðdeildinni. Hann vildi eðlilega ekki vera þarna og fór heim daginn sem hann var útskrifaður af gjörgæslu, sem gerist auðvitað aldrei. Í framhaldinu var hann svo inn og út af bráðamóttökunni og var mjög alvarlega veikur í þrjú ár.“

Eva Ásrún Albertsdóttir er á forsíðu Vikunnar þessa vikuna.

Í forsíðuviðtali Vikunnar í dag sem komin er í verslanir rekur Eva Ásrún framhald sögunnar og hvernig þessi viðbrögð heilbrigðiskerfisins leiddu hana inn í námið sem RIM-leiðbeinandi sem hún er nú að ljúka. Hvernig hún lærði að treysta innsæinu og standa með sjálfri sér og því sem hún vissi að var rétt. Þá sögu Segir Eva Ásrún í nýútkominni bók, Women Who Rise, þar sem þrjátíu konur víða að úr heiminum segja reynslusögur af atburðum sem breyttu lífi þeirra til hins betra.

Kaupa blað í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -