Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hvetur fólk til að tileinka sér mínímalískan lífsstíl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Japanski tiltektargúrúinn Marie Kondo hvetur fólk til að eiga aðeins hluti sem vekja hjá því gleði.

Marie Kondo hefur helgað líf sitt tiltekt og mínimalískum lífsstíl. Hún rekur fyrirtæki í Tókíó þar sem hún kemur inn á heimili fólks, kennir því að fara í gegnum eigur sínar og losa sig við allan óþarfa.

Hin japanska Marie Kondo hefur helgað líf sitt tiltekt og mínimalískum lífsstíl. Hún rekur fyrirtæki í Tókíó þar sem hún kemur inn á heimili fólks, kennir því að fara í gegnum eigur sínar og losa sig við allan óþarfa. Þessi þjónusta hennar er svo vinsæl að það er þriggja mánaða biðtími. Bók hennar The Life Changing Magic of Tidying Up kom út árið 2014 en nýtur enn hylli og bloggarar um allan heim hafa tileinkað sér KonMari-aðferðina. Þessi aðferð hennar snýst um að eiga aðeins hluti sem vekja hjá þér gleði og það á jafnt við um föt, hluti, bækur og margt fleira. Hún ráðleggur fólki að meta hvern hlut út frá því hvort hann veiti þér gleði og ef ekki þá skaltu losa þig við hann.

Fleiri góð ráð úr smiðju Marie Kondo

Tiltekt er samtal við sjálfan sig. Marie lítur á tiltekt sem nokkurs konar hugleiðslu þar sem hún þarf að hlusta á eigið innsæi. Hún hvetur fólk til að finna friðsæla stund og alls ekki hlusta á tónlist, það sé bara til að flækja hlutina.

Hver hlutur á að eiga sinn ákveðna stað. Marie er þeirrar skoðunar að sem minnst dót og drasl eigi að vera á gólfum eða uppi á borðum. Í hverju rými á að vera að minnsta kosti einn góður skápur eða kommóða þar sem hægt er að geyma hluti sem ekki er prýði af. Inni í skápunum er svo mikilvægt að hafa minni geymslueiningar eins og kassa sem eru vel merktir og hægt er að stafla.

Taktu til eftir flokkum, ekki herbergjum. Marie vill meina að þetta sé gryfja sem margir falli í. Við eigum til að gleyma því að við geymum oft sömu eða svipaða hluti á mörgum stöðum í íbúðinni og erum því að endurtaka sömu tiltektina á nokkrum stöðum. Þetta skapar tiltektarvítahring sem er stundum erfitt að rjúfa. Þess vegna mælir hún með því að ákveða hvaða flokk þú ætlar að taka til í í dag í staðinn fyrir staðsetningu, það er, taka til föt í stað þess að taka til inni í svefnherbergi.

Ekki stafla hlutum. Það segir sig sjálft að hlutir sem eru neðst í stafla eru notaðir sjaldnar, sama hversu hrifin þú ert af þeim hlut. Þessi regla á jafnt við um föt, bækur og snyrtivörur. Marie mælir til dæmis með því að brjóta föt þannig að þau geti staðið upp á rönd, raða þeim þannig í kassa og ofan skúffu.

- Auglýsing -

Sjaldan eða stundum þýðir í raun aldrei. Marie hlustar ekki á neinar afsakanir í þessum efnum. Ef þú klæðist einhverri flík aðeins einu sinni á ári þá er hún bara að taka óþarfa pláss í skápnum þínum restina af árinu.

Hentu öllum pappír. Það er algengur misskilningur að það sé minna um pappíra inni á heimili en á skrifstofu fyrirtækis. Við sönkum að okkur alls kyns óþarfa pappír; kvittunum, reikningum, glósum, úrklippum og þar fram eftir götum. Marie segir að einfaldasta leiðin sé að skipta öllum pappírum niður í geyma og henda en þeir pappírar sem þú geymir eru aðeins algjör nauðsyn. Helst myndi hún þó vilja henda öllum pappírum, því til eru forrit eins og Evernote þar sem þú getur skannað inn pappíra og geymt rafræna útgáfu af þeim.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -