Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jóga sem bætir samskipti kynjanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Darshan hefur kennt jóga í mörg ár og segir meðal annars að Kundalini-jóga geti verið hjálplegt í samskiptum kynjanna.

„Aðalmarkmiðið er að hreyfa við orkunni í okkur og koma jafnvægi á okkur sjálf í heild,“ segir Guðrún Darshan.

„Kundalini-jóga er form af jóga sem hefur það að markmiði að styrkja okkur ytra sem innra, til að við getum betur tekist á við lífið og leyft um leið andanum að nærast. Æfingarnar byggja á hreyfingu í takt við öndun sem styrkja bæði vöðva og líffæri, auk þess að styrkja innri kerfin, eins og taugakerfi, innkirtlakerfi og ónæmiskerfi. Öndun er mjög mikilvægur þáttur í æfingakerfinu auk hugleiðslu,“ segir Guðrún en Kundalini-jóga byggir ekki eins mikið á kyrrstöðum og teygjum eins og í hefðbundnu Hatha-jóga. „Aðalmarkmiðið er að hreyfa við orkunni í okkur og koma jafnvægi á okkur sjálf í heild. Hreyfingin í takt við öndun hefur þau áhrif að hugurinn fer ekki að berjast á móti og þar af leiðandi hægist smám saman á honum og við það slaknar á líkamanum. Á eftir getum við svo náð djúpri slökun og endurnærandi hugleiðslu.“

Æðsta og erfiðasta form jóga er hjónabandið
Yogi Bhajan meistari í Kundalini-jóga hóf að kenna Vesturlandabúum Kundalini-jóga árið 1969. Hann var einnig með doktorsgráðu í sálfræði mannlegra samskipta. „Þessi blanda gaf honum einstaka innsýn í eðli manneskjunnar og samskipti fólks. Hann kenndi nemendum sínum að skilja eðlismun kynjanna og að hlusta á þarfir hvors kyns fyrir sig án fordóma. Jógafræðin leggja áherslu á að tengja við það æðsta í okkur sjálfum og við kyrrðina innra með okkur. Þegar við nálgumst aðra frá þeim stað verða samskiptin meira gefandi.

„Það er mikilvægt fyrir fólk í langtímasambandi að reyna að eiga samband við það æðsta hvað í öðru. Þess vegna er svo mikilvægt að rækta náið samband við það æðsta í okkur sjálfum. Og viðhalda því líka þegar á reynir.“

Jógarnir segja að konur búi yfir 16 sinnum meiri tilfinningalegum styrk, innsæi og hugrekki en karlmenn. Þetta sé hluti af eðli konunnar. Hún þarf að fæða börn og hafa þolinmæði til að ala þau upp. Vegna þessa getur kona höndlað mjög erfiðar aðstæður eins og ofbeldi í sambandi án þess að brotna alveg. Ef kona er í jafnvægi og í sambandi við eigið innsæi getur hún haft mjög djúpstæð áhrif á líf sitt og sína nánustu.

Við missum þennan styrk meðal annars í gegnum það að reyna að vera eitthvað annað en við erum í raun. Við minnkum okkur sjálfar stundum til að falla inn í heildina. Kona er mun hamingjusamari og orkumeiri ef hún tekur sér stund fyrir sjálfa sig, helst daglega,“ segir Guðrún og bætir við að æðsta form jóga sé hjónabandið sem einnig sé það erfiðasta. „Þegar við hugleiðum, þá erum við að hreinsa undirvitundina svo við séum ekki alltaf með fortíðina með okkur í ferðatösku hvert sem við förum. Í hugleiðslu og í jóga erum við líka að æfa okkur í að halda í hlutleysið í hvaða aðstæðum sem er. Svo við eigum aðgang að því í daglegu lífi. Í nánu sambandi er mjög líklegt að hinn aðilinn nái að kveikja á ósjálfráðum viðbrögðum okkar. Þá reynir enn meira á að halda í þessa tengingu við okkur sjálf. Það er mikilvægt fyrir fólk í langtímasambandi að reyna að eiga samband við það æðsta hvað í öðru. Þess vegna er svo mikilvægt að rækta náið samband við það æðsta í okkur sjálfum. Og viðhalda því líka þegar á reynir.“

Mynd: Heiða Helgadóttir

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -