Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Jólaförðunin: Falleg augnhár, varalitur og glimmer

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, betur þekkt sem Silla, er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að því sem hæst ber í förðunarheiminum. Silla er kennari og önnur af eigendum förðunarskólans Reykjavík Makeup School en auk þess er hún alltaf með fleiri járn í eldinum. Þessa dagana vinnur hún ásamt Söru Dögg Johansen, meðeiganda sínum í skólanum, að stóru og spennandi samstarfi.

„Vörumerkið sem um ræðir er mjög þekkt en ég og Sara munum verða andlit merkisins hér á Íslandi,“ segir Silla um samstarfið. „Við erum á fullu að undirbúa og skipuleggja útgáfupartí og þetta verður allt mjög stórt og flott. Við erum ótrúlega spenntar yfir þessu öllu og því að fá loks að uppljóstra hvaða merki þetta er.“
Aðspurð um það helsta og nýjasta í förðunarheiminum í dag, segir Silla í raun allt leyfilegt. „Það eru rosalega margt í gangi, allt frá „no makeup“ upp í „full glam“ og ættu allir að geta fundið eitthvað sem hentar. Þessi árstími kallar samt að mínu mati á aðeins meira en aðrir. Mér finnst alltaf jafnflott að vera með fallega augnförðun og poppa hana upp með fullkomnun gerviaugnhárum og fallegum varalit, svo má jafnvel bæta við smávegis glimmeri fyrir áramótin. En falleg húð er eitthvað sem fer aldrei úr tísku.“

Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir er önnur af eigendum förðunarskólans Reykjavík Makeup School. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Uppáhaldsförðunarvörur Sillu: „Listinn er nánast endalaus en það sem er akkúrat núna í uppáhaldi er NYX professional makeup gloss sem heitir Duo Chromatic í litnum SPRING IT ON, nýjasta augnskugga-pallettan frá Urban Decay sem heitir NAKED CHERRY, kinnalitur frá Becca sem heitir Blushed Copper og líka annar kinnalitur frá MAC sem heitir Peaches. Ég blanda oft kinnalitum saman en mér finnst þeir algjörlega nauðsynlegir þegar kemur að förðun. Eins verð ég að nefna Eylure-augnhár númer 117 og 105, þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina.“

„Must have“ fyrir jól og áramót? „Ég myndi segja falleg augnhár, varalitur og svo jafnvel glimmer eða glimmer eyeliner til að skreyta aðeins áramótaförðunina. NYX professional makeup eru með rosalega mikið úrval af allskyns glimmeri og eins nola.is. Einnig er Urban Decay með rosalega flotta glimmer eyeliner-a.“

Hvað er á óskalistanum þínum? „Það er CC-krem frá It Cosmetics. Svo dreymir mig um eina ákveðna tösku líka.“

Eitthvert leynitrix fyrir lesendur? „Ég er með gott trix fyrir þá sem eru með olíumikið T-svæði. Það er að setja örlítið af lausu, mjög fínu púðri og bera það á svæðið ÁÐUR en farðinn er settur á. Púðrið stoppar olíuna frá því að blandast við farðann og brjótast í gegn og með þessari aðferð eru líklegra að T-svæðið haldist matt. Hljómar kannski flókið en virkar mjög vel.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -