Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

 Jólasveinarnir fínu í gluggunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir muna eftir litlu jólasveinunum sem hreyfðust svo fallega í jólalegu búðargluggunum í Hafnarstrætinu í miðbæ Reykjavíkur. Þessir jólasveinar tilheyrðu Rammagerðinni, sem nú er orðin 80 ára en í þessa áratugafjöld hefur hún þróast og vaxið frá því að vera rammagerð og út í að vera ein elsta gjafavöruverslunin á landinu en nú er flaggskipið á menningar- og listaveginum Skólavörðustíg.  

Stofnandi Rammagerðarinnar var Jóhannes Bjarnason (1909-1978) en hann hóf að ramma inn myndir upp úr 1940 við Laugaveg 53 og flutti ári síðar í kjallara Hótels Heklu þar sem bróðir hans, Guðlaugur Bjarnason (1908-2000), gekk til liðs við hann. Jóhannes var metnaðarfullur í þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur og vann ötullega að því að byggja upp fyrirtæki sitt Rammagerðina sem hann svo opnaði við Hafnarstræti 17, árið 1944.

„Eins og nafnið gefur til kynna þá sáu þeir bræður um innrömmun fyrir okkar helstu íslensku myndlistarmenn eins og Kjarval. Rammagerðin á sér nefnilega merkilega sögu sem tengist list og sem dæmi má nefna að margir Íslendingar áttu þá eftirprentanir eftir íslenska listamenn sem voru seldar innrammaðar í Rammagerðinni. Verslun Rammagerðarinnar þróaðist áfram og upp úr 1950 fór hún að selja að auki gjafavöru úr íslenskri ull og keramíki. Flaggskipið hefur ávallt verið í miðbænum, þar hefur hjarta Rammagerðarinnar slegið í 80 ár, nú á Skólavörðustíg þar sem skapandi handverk og stemning blómstar,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri brosandi.

Gömlu sveinkarnir til Árbæjarsafns

En hvers vegna heitir verslunin enn Rammagerðin úr því að kjarnastarfsemi hennar hefur breyst? ,,Okkur þykir vænt um nafn Rammagerðarinnar og viljum alls ekki breyta því. Ég á sjálfur, eins og ef til vill fleiri, minningu, frá þeim tímum sem fyrstu teikn um jólin birtust í gluggum Rammagerðarinnar í Hafnarstrætinu og foreldrar mínir fóru með mig að skoða í gluggana, þessa merkilegu jólasveina sem hreyfðu sig,“ segir Fjalar brosandi. „Á þeim tíma komu jólin fyrst í Rammagerðina og því fylgdi mikil eftirvænting.“

Viðtal við Fjalar er í nýútkomnu kökublaði Vikunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -