Sunneva Sif Jónsdóttir bar sigur úr býtum sem fyrsta Queen Beauty Universe og undirbýr sig fyrir keppnina sem haldin verður í Valencia nú í lok nóvember. Að hennar mati þurfa allar konur að eiga fallega kápu og flotta strigaskó.
„Ég hef alltaf verið frekar mikil strákastelpa, elskað hettupeysur og strigaskó,“ segir Sunneva þegar hún er beðin um að lýsa sínum persónulega stíl. „En mér finnst líka alltaf gaman að hafa mig til og vera fín annað slagið.
Efst á mínum óskalista þessa stundina eru Billi bi-ökklaskór sem ég sá í GS skóm nú fyrir stuttu en svo langar mig líka í einhverja fallega kápu fyrir haustið. Að mínu mati ættu allar konur að eiga fallega kápu í fataskápnum sínum sem og flotta strigaskó.
Hér á Íslandi finnst mér skemmtilegast að versla í Zöru en annars skoða ég líka mikið á Netinu, á Asos. Þegar ég ferðast í útlöndum kíki ég alltaf í Monki, Bershka og Urban Outfitters.“
Aðspurð hvaða konur veiti Sunnevu innblástur nefnir hún fyrst Emmu Watson. „Hún er mögnuð kona en tískulega séð myndi ég segja Gigi Hadid.“