Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kári í herferð gegn mansali: Skelfilegt að börn séu seld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrottalegar sögur úr undirheimum mansals vöktu óhug hjá ljósmyndaranum Kára Sverrissyni þegar hann var staddur í Suður-Afríku á dögunum. Kári var þar við tökur á nýrri herferð fyrir Beauty for Freedom, samtök sem beita nýstárlegum aðferðum til að hjálpa þolendum kynlífsþrælkunar og mansals.

„Í gegnum tíðina hef ég mikið verið að rannsaka hvað hefur verið gert til að ná til fólks með óvanalegri ljósmyndun því sjálfur vill ég fara óhefðbundnar leiðir og nota tískuljósmyndir til þess,“ segir Kári.

„Ég fór til Suður-Afríku, á vegum auglýsingastofu sem ég hef áður unnið með í Þýskalandi, til að mynda verkefni fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki, þegar þessi samtök, Beauty for Freedom, nálguðust mig. Þetta eru „non-profit“ samtök sem beita óvenjulegum aðferðum eins og listaþerapíu til að berjast gegn mansali og einn listrænna stjórnenda auglýsingastofunnar, sem vinnur mikið með þeim, kom á fundi með okkur þar sem þau kynntu herferðina fyrir mér og spurðu hvort ég vildi taka þátt í henni,“ segir Kári.

Hann viðurkennir að hann hafi misst andlitið á fundinum. „Ég varð orðlaus þegar konan sem er í forsvari fyrir samtökin fór mér að segja mér frá mansali og að þau væru búin að hjálpa yfir 3.000 manns sem hafa lent í því. Lýsingarnar á því sem fólk hefur mátt þola eru skelfilegar. Þarna er fólk sem er í stöðugum ótta um að börnunum þeirra verði rænt og dæmi um að börn séu seld á unga aldri. Það er eiginlega varla hægt að setja sig í spor þessa fólks. Ég meina, ég vill ekki einu sinni hugsa þá hugsun til enda hvað ég gerði ef börnin mín yrðu tekin og seld, ég myndi örugglega ekki lifa það af, þetta er svo hræðilegt,“ segir Kári og kveðst ekki hafa verið lengi að hugsa sig þegar hann var beðinn um að vera með. „Ég sagðist vera til í að liðsinna þeim hvar og hvenær sem er og gefa mína vinnu og reynslu. Mér fannst ekki annað koma til greina.“

„Ég vill ekki einu sinni hugsa þá hugsun til enda hvað ég gerði ef börnin mín yrðu tekin og seld, ég myndi örugglega ekki lifa það af, þetta er svo hræðilegt.“

Að sögn Kára tóku fimmtán manns þátt í verkefninu. „Við vorum fimmtán á setti og allir gáfu sína vinnu. Það voru bæði teknar ljósmyndir og videó sem tengjast sama litríka þemanu, en þessir sterku litir eiga að endurspegla það litróf tilfinninga sem þolendur mansals og kynlífsþrælkunar ganga í gegnum.

Mynd úr væntanlegri herferð Beauty for Freedom. Mynd / Kári Sverrisson

Það hefði alveg verið hægt að fara einhverja hefðbundnari leið, til dæmis gera þetta í heimildamyndastíl, en þau hjá Beauty for Freedom vildu vekja athygli á viðfangsefninu með nýstárlegum hætti, meðal annars í von um að ná til þeirra sem vita lítið um mansal og vekja þá þannig til vitundar um hvað þetta er hræðileg glæpastarfsemi. Markmiðið herferðarinnar er að reyna að stoppa mansal með efni sem vekur athygli.“

Fer óhefðbundnar leiðir

- Auglýsing -

Þetta er ekki sem Kári tekur þátt í því að vekja athygli á viðkvæmum málefnum. Fyrir meistaraverkefni sitt við London College of Fashion bjó hann til fjórar myndaseríur þar sem hann rannsakaði fíkn og fátækt. „Ég skoðaði aðstæður heimilislausra og fólks með fíknivanda í London og gerði ekkert til að fegra aðstæður þeirra. Ég vildi sýna að þetta er raunverulegur partur af lífinu og langt frá þeirri glansímynd sem er dregin upp í tískurímaritum,“ segir Kári, en fyrir lokaverkefnið hlaut hann hæstu mögulegu einkunn.

„Markmiðið herferðarinnar er að reyna að stoppa mansal með efni sem vekur athygli.“

Þá hafði Kári frumkvæði að ljósmyndasýningu sem var settu upp fyrir framan Hörpu í tilefni af 20 ára afmæli Krafts undir yfirskriftinni Skapa örin manninn, þar sem raunveruleiki ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein var fangaður. Á ljósmyndunum sýndu þau ör, hárleysi og aðra fylgifiska krabbameinsmeðferðar.

„Í gegnum tíðina hef ég mikið verið að rannsaka hvað hefur verið gert til að ná til fólks með óvanalegri ljósmyndun því sjálfur vill ég fara óhefðbundnar leiðir og nota tískuljósmyndir til þess og þessi herferð fyrir Beauty for Freedom er klárlega í takt við það. Ég er því enginn nýgræðingur þegar kemur að svona verkefnum, ég brenn fyrir þeim, en ég játa að málefni þessarar herferðar er með þeim erfiðari sem ég hef unnið að á ferlinum,“ segir hann.

- Auglýsing -
Að sögn Kára tóku fimmtán manns þátt í verkefninu.

Spurður hvenær herferðin fari af stað segist Kári reikna með að hún komi fyrir sjónir almennings núna í september. En hvernig verður peningunum sem munu safnast varið? „Það á að nota peningana sem safnast með herferðinni til að halda vinnustofur fyrir þolendur mannsals og kynlífsþrælkunar,“ svarar hann. „Þeim hefur nú verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins um óákveðin tíma. En þær verða haldnar, þegar öll hætta er liðin hjá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -