Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Kenndu karlinum að koma þér til!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vera Sófusdóttir skrifar um kynlíf fyrir Vikuna:

Sú mýta er lífseig að konur eigi erfitt með að fá fullnægingu og það taki lengri tíma hjá þeim en körlum. Þannig er það alls ekki. Konur geta verið mjög fljótar að fá það, fái þær rétta örvun. Lykilatriði er hins vegar að þær þekki líkama sinn og leiðbeini bólfélögum sínum og láti þá vita hvað þeim þykir best. Körlum hættir til að halda að snípurinn sé eins og typpi og umgangast hann þess vegna af of mikilli hörku. Hræra þarna í niðri í stað þess að strjúka.

Lengi hefur ríkt ákveðin feimni, nánast dulúð, um kynfæri kvenna. Þau eru ekkert flóknari en karla í raun og veru. Þau er raunar betra „tæki“ að mörgu leyti því píkan er viðkvæmari fyrir örvun og hægt er að örva hana aftur og aftur. Karlar eru almennt fljótir að láta konur vita líki þeim ekki atlot þeirra en sumar konur telja að þær særi stolt mannsins eða gefi í skyn að hann sé ekki nógu góður í rúminu ef þær leiðbeina honum og segja hreint út hvað þær vilja að hann geri. Sumum finnst það líka órómantískt og skemma spennuna að taka karla í kennslustund en hún er eigi að síður nauðsynleg. Í slíkum tilvikum er kannski betra að tala saman áður en farið er í rúmið og láta reyna á hvort félaginn hafi verið að hlusta.

„Kynlíf er ekki flókið fyrirbæri eða eitthvað sem krefst þess að menn séu liprir og úthaldsgóðir íþróttamenn. Bæði karlar og konur hafa óendanlega möguleika til að njóta kynlífs og góður elskhugi er sá sem vill láta leikfélaga sínum líða vel.“

Það er merkilegt að í fyrstu kynfræðslubókum var konum beinlínis sagt að þær ættu að hvetja karlinn sinn, láta honum líða eins og kóngi í rúminu. Getuleysi karla var svo einnig oft tengt við of miklar kröfur kvenna eða ekki nóga hvatningu af þeirra hálfu. Í kynlífi er traust mjög mikilvægt og nánd. Sé það til staðar er yfirleitt ekki erfitt að ræða um þá hluti sem upp koma og leysa þá. Þvert á það sem margar konur halda eru flestir karlmenn ánægðir með að konur viti hvað þær vilja og biðji um að það sé gert. Stolt þeirra og egó er nefnilega alls ekki eins viðkvæmt og konum hefur verið talin trú um.

Kynlíf er ekki flókið fyrirbæri eða eitthvað sem krefst þess að menn séu liprir og úthaldsgóðir íþróttamenn. Bæði karlar og konur hafa óendanlega möguleika til að njóta kynlífs og góður elskhugi er sá sem vill láta leikfélaga sínum líða vel. Það er enginn hnappur sem hægt er að ýta á til að koma fólki í gang, ekkert töfrabragð eða taktur sem bjargar ölllu. Þetta snýst um samskipti, virðingu og hlýju svo einfalt er það, og jú, slatti af húmor er alltaf til bóta.

Ýtarlegri umfjöllun um þetta áhugaverða efni er að finna í nýjustu Vikunni. Tryggðu þér eintak.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -