Þessa dagana, á tímum COVID og samkomutakmarkana, þarf ekki að fara að heiman til að hafa gaman með vinkonunum. Það er vel hægt að spjalla, fara á trúnó og skála í gegnum skjáinn, til dæmis með því að hringjast á á Messenger eða FaceTime.
Þegar minnst er á saumaklúbba sjáum við fyrir okkur hnallþórur, brauðrétti og annað í þeim dúr en saumaklúbbar eru sannarlega ekki einskorðaðir við slíkar veitingar og eru eins misjafnir og þeir eru margir. Hér eru fjórar uppskriftir að dömulegum kokteilum sem henta vel í saumaklúbbinn, bæði óáfengir og áfengir.
Bronx
2 cl Martini Extra Dry
2 cl Martini Rosso
5 cl Beefeater Gin
2 cl appelsínusafi
Áfengið hrært og „streinað“ í kælt kokteilglas á fæti. Skreytið með appelsínusneið. („streina“= sigta klaka frá og hella í glas.)
Ferskur!
6 cl Martini Bianco
Fyllið upp með sóda og klaka og skreytið með sítrónusneið.
Bikiní
3 cl Martini Rosso
3 cl Finlandia Vodka
Áfengið hrært með klaka, framreitt í long drink-glasi. Fyllið með tónik og skreytið með appelsínusneið. Þurr en ótrúlega ferskur kokteill.
Traustvekjandi (óáfengur og sígildur)
6 cl appelsínusafi
2 cl sítrónusafi
skvetta af Grenadine
Hristið saman í kokteilhristara. Berið fram í háu kokteilglasi með ísmolum. Skreytið með kirsuberi og sítrónusneið.