Föstudagur 24. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Kort með langan líftíma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Þegar kortin hafa gegnt sínu hlutverki geta þau skreytt borð, bekki, hillur og glugga.

María Manda Ívarsdóttir umbúðahönnuður er mikið jólabarn.

María Manda, eða Mandý eins og hún er alltaf kölluð, hefur gaman af að skreyta og setur sinn persónulega svip á jólakortin og merkimiðana og hannar þau sjálf. Þegar kortin hafa gegnt sínu hlutverki geta þau skreytt borð, bekki, hillur og glugga.

Mandý stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Umbúðasmiðjuna, árið 2011 og hannar umbúðir fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Jólin 2011 ákvað hún að hanna jólakort til að senda út til viðskiptavina sinna.

„Jólakortið var í formi jólatrés og vakti athygli verslunarstjórans í Þjóðminjasafninu sem vildi strax fá þau í sölu. Ég féllst á það og viðtökurnar voru frábærar. Kortin seldust upp jafnóðum og ég kom með þau.“

„Jólakortið var í formi jólatrés og vakti athygli verslunarstjórans í Þjóðminjasafninu sem vildi strax fá þau í sölu. Ég féllst á það og viðtökurnar voru frábærar. Kortin seldust upp jafnóðum og ég kom með þau.“

Mandý hugsaði þá með sér að hún væri kannski með vöru sem vert væri að þróa frekar, sem hún gerði.
„Ég tók þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu árið 2012 og var svo heppin að fá Skúlaverðlaunin fyrir pakkamerkispjöldin mín sem voru í formi standandi jólatrés,“ segir Mandý sem er enn að og hægt að sjá verk hennar á Facebook­-síðunni Umbúðasmiðjan.

María Manda, eða Mandý eins og hún er alltaf kölluð, hefur gaman af að skreyta og setur sinn persónulega svip á jólakortin og merkimiðana og hannar þau sjálf.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -