Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Krydd í kynlífið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgin er tilvalin til að bæta smávegis kryddi í kynlífið. Vikan gefur hér hugmyndir að nokkrum sniðugum leiðum til þess.

 

Eldaðu nakin/n
Prófaðu að elda kvöldmatinn nakin/n með maka þínum. Könnun sem gerð var á Nýja- Sjálandi sýnir að 8% af fólki á aldrinum 18-34 ára hafa einhvern tíma prófað að elda nakin með ástvini sínum. Einnig segir í könnuninni að svitinn sem framkallast við það að standa við heita eldavélina sé kjörin leið til að krydda kynlífið.

Myndir á náttborðinu
Ef náttborðið þitt er þakið myndum af Önnu frænku, bestu vinum þínum eða heimilishundinum, þá er kominn tími til að endurhugsa innanhússskreytingar. Elskhugi þinn mun ekki vera ljómandi af ánægju yfir tilhugsuninni um að njóta ásta á meðan árvökul augu vina og vandamanna virðast fylgjast með hverri hreyfingu. Hafðu allar vina- og fjölskyldumyndir í stofunni og settu í staðinn myndir af þér og ástvini þínum á ýmsum stigum sambandsins í svefnherbergið.

Kynörvun kemur með hægðinni!
Margar konur finna fyrir því að kynhvöt þeirra dalar allt í einu í miðjum klíðum, jafnvel þó að stuttu áður hafi þær verið á barmi kynferðislegrar fullnægingar. Þegar þetta gerist er mikilvægt að slaka á allri örvun en byggja hana síðan aftur upp hægt og rólega. Einbeittu þér að því sem þú skynjar þá stundina með ástvini þínum og ef hugur þinn tekur að reika, reyndu þá að beina honum ofurmjúkt aftur að ástaratlotunum, stundinni hér og nú.

Kynörvandi lýsing
Hafðu tvo ólíka lampa á náttborðinu. Einn sem býður upp á venjulega lýsingu til lesturs og annan sem skapar rómantíska og kynörvandi lýsingu. Gættu þess að lýsingin sem á að koma þér og þínum í rétta skapið sé hvorki of dökk né ljós. Þú vilt jú geta séð í elskhuga þinn án þess þó að þurfa nauðsynlega að horfa á hverja húðfrumu!! Gul lýsing eða bleik er bæði þægileg og æsandi.

Örvaðu ástvin þinn með kitli
Það kann að hljóma fáránlega að kitl geti haft nokkuð með kynlíf að gera en staðreyndin er hins vegar sú að það dregur úr spennu og stressi sem er góður undanfari afslappaðs kynlífs. Þegar þú ert „í stuði“ en finnur að maki þinn er yfir sig spenntur eftir langan og erfiðan vinnudag, er tilfinningalega lokaður og kaldur, þá er um að gera að skapa annað andrúmsloft með þessari aðferð. Kitl er góð leið til að nálgast ástvin sinn á gamansaman hátt og þótt einhverjum kunni að finnast kitl óþægilegt til að byrja með þá er það í huga flestra góð leið til líkamlegrar nálgunar.

- Auglýsing -

Morgunmatur í rúmið
Öllum þykir gott þegar makinn tekur sig til og færir morgunmat í rúmið. Umhyggja af þessu tagi, þótt ekki sé nema endrum og eins, getur virkað mjög kynörvandi. Ekki er síðra ef morgunmaturinn inniheldur einhver kynörvandi bragðefni, samanber þau matarföng sem Vikan mælir með í þessu tölublaði.

Hjálpartæki ástarlífsins
Flest pör hafa gaman af hjálpartækjum kynlífsins í einhverri mynd. Í þessu samhengi er mikilvægast fyrir pör að hafa í huga að ræða opinskátt um hvað höfðar til þeirra og hvað er að þeirra viti handan velsæmismarka. Ef þessir hlutir eru ekki ræddir en þess í stað mætt með eitthvert leiktækið óforvarandis einn daginn kann það að hafa slæm áhrif á hinn aðilann og jafnvel sært blygðunarkennd hans. Af þessum sökum er mikilvægt að þið séuð hreinskilin með það sem kemur ykkur til en engu að síður að taka tillit hvort til annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -