Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Kvenleiðtogar hafa forskot í fjarvinnunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Ingrid Kuhlman

Nú er ár liðið síðan stjórnvöld um allan heim hvöttu starfsmenn að vinna heima. Hvaða áhrif hefur heimavinnan haft á starfsmenn? Dr. Mark van Vugt, prófessor í vinnusálfræði við VU háskólann í Amsterdam, kannaði það ásamt 30 alþjóðlegum kollegum í faginu.

Árs fjárvinna ekki fagnaðarefni

„Fæstir líta á árs fjarvinnu sem fagnaðarefni. Flestir starfsmenn hafa upplifað bæði hæðir og lægðir. Síðastliðið sumar var ljós við enda ganganna og fólk gerði ráð fyrir að mæta á skrifstofuna eftir sumarfrí. En svo jókst fjöldi smita aftur og ljósið dofnaði“, segir van Vugt.

„Það verður að hafa í huga að allar rannsóknir á fjarvinnu fyrir tíma kórónuveirunnar snerust um heimavinnu sem var stunduð af frjálsum vilja. Starfsmenn litu á vinnudaginn heima sem nokkurs konar hátíðardag; þeir sváfu út, fengu sér gott kaffi og lásu blöðin í rólegheitum. En þegar hver einasti dagur er hátíðardagur fær fólk nóg.“

Hætta á einangrun

- Auglýsing -

Það hvort starfsmenn græða á fjarvinnu ræðst mikið til af persónulegum og félagslegum þáttum, að sögn van Vugt. „Innhverfir einstaklingar (intróvertar), fólk sem vinnur sjálfstætt og þeir sem eru hræddir við að smitast þrífast betur heima. Fjarvinna reynist úthverfum einstaklingum (extróvertum) mun erfiðari, þeir þurfa meiri örvun og þegar hana vantar glíma margir þeirra við skapsveiflur, verða eirðarlausir og þjást af svefnleysi. Þeir sem vinna í teymum, einhleypir og útlenskir starfsmenn sem hafa ekki stórt félagslegt tengslanet eiga einnig erfiðara með fjarvinnu.“

Skortur á sköpun

Síðan faraldurinn hófst höfum við verið stödd í völundarhúsi reglna. Við þurfum að halda fjarlægð, nota grímur og megum ekki sitja þétt saman í mötuneytinu. Sköpun á sér oft stað þegar við spjöllum óformlega við samstarfsmann. Þó að netið bjóði upp á ýmsa möguleika til að líkja eftir þessum óformlegu félagslegu samskiptum, kemst það ekki í hálfkvisti við persónuleg samskipti.

- Auglýsing -

Faraldurinn kallar á aðra tegund leiðtoga

Van Vugt segir að bilið milli stjórnenda og starfsmanna hafi minnkað. „Allt sem gefur til kynna vald stjórnenda er horfið, eins og til dæmis jeppinn, einkaskrifstofan og ritarinn. Stjórnandinn situr fyrir framan skjá líkt og starfsmenn hans og getur aðeins haft áhrif með sérþekkingu sinni.“ Að sögn van Vugt kallar heimsfaraldurinn á aðra tegund leiðtoga. „Þó að við höfum tilhneigingu til að reiða okkur á karlkyns leiðtoga í kreppum, hafa kvenleiðtogar nú greinilegt forskot“, segir hann. „Rannsóknirnar sýna að kvenkyns leiðtogar eru sterkari í samskiptum, taka minni áhættu og huga meira að hreinlæti.“

Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -