Sunnudagur 5. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Kvikmyndir: Jólasveinar einn og átta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó að við á Íslandi séum vön bræðrunum þrettán sem við köllum jólasveina þekkjum við samt öll káta, rauðklædda jólasveininn sem á hug og hjörtu barna um allan heim. Í kvikmyndum er að finna alls kyns útfærslur á sveinka, bæði góðar og slæmar, og hér eru nokkrar þeirra.

 

Vondi jóli

Myndirnar um Bad Santa segja frá svikahrappinum Willie Stokes sem flakkar, ásamt félaga sínum, á milli verslanamiðstöðva klæddur sem jólasveinn en í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi jólanna er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á. Í fyrri myndinni kynnist Willie átta ára gömlum krakka sem flækir svo sannarlega hlutina fyrir honum. Önnur myndin var frumsýnd í lok nóvember árið 2016. Í henni nálgast jólin á ný og Willie er við sama heygarðshornið og áður, nú safnar hann peningum fyrir bágstadda en hirðir svo peningana sjálfur. Willie vill samt enn meira, fégráðugur sem hann er, og því ákveður hann að ræna velstæð góðgerðarsamtök í slagtogi við smávaxna félaga sinn, Marcus, og móður sína, Sunny.

Nýr jólasveinn

Í myndinni The Santa Clause, sem er fyrsta myndin í þríleik, er sagt frá Scott Calvin. Hann er bara venjulegur maður sem lendir í því óhappi að jólasveinninn dettur af þaki hans og slasast á aðfangadagskvöld. Scott og sonur hans, Charlie, finna 8 hreindýr á þakinu og þeir ákveða að klára að sendast með pakkana fyrir sveinka. Að ferðinni lokinni fara þeir til Norðurpólsins þar sem Scott er tjáð að hann verði að gerast nýi jólasveinnin og hafi því 11 mánuði til að ganga frá sínum málum og mæta aftur á pólinn á þakkargjörðardaginn.

Kraftaverkajól

- Auglýsing -

Í Miracle on 34th Street virðast öll börn New York-borgar sannfærð um að Kris Kringle, nýi jólasveinninn í Cole’s-stórversluninni, sé hinn raunverulegi jólasveinn. Vinsældir Kris vekja bæði tortryggni og afbrýðisemi meðal annarra jólasveina og verslunareigenda. Þeir reyna að taka hann úr umferð með því að höfða dómsmál gegn honum. Þá kemur lögmaðurinn Bryan Bedford og reynir að sanna tilvist jólasveinsins og vinna málið. Það reynist auðvitað ekki einfalt mál en eins og allir vita þá gerast kraftaverk á jólunum.

Yngri sonur jólasveinsins

Í teiknimyndin Arthur Christmas fáum við loks svar við ráðgátunni um hvernig jólasveininum tekst að afhenda allar gjafirnar á einni nóttu. Starfsemin á Norðurpólnum einkennist af útpældu skipulagi og mikilli hátækni sem er vel falin fyrir okkur hinum. En undir niðri leynist venjuleg fjölskylda sem fer á kostum í góðlátlegum deilum og valdabaráttu. Yngri syni jólasveinsins, Arthur, er enn mjög annt um anda jólanna og þegar hann fær óvænt upp í hendurnar óendanlega mikilvægt verkefni leggur hann allt í sölurnar til þess að klára það áður en jólin renna upp.

- Auglýsing -

Umsjón / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -